Reginn hf.: Framboð til stjórnar og tilnefningarnefndar á aðalfundi 12. mars 2024


Aðalfundur Regins hf. verður haldinn í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi, í Kaldalón fundarsal, Austurbakka 2, 101 Reykjavík, þriðjudaginn 12. mars 2024, kl. 16:00.

Framboðsfrestur til stjórnar og tilnefningarnefndar Regins hf. rann út þann 5. mars 2024.

Eftirtaldir einstaklingar hafa gefið kost á sér til setu í stjórn félagsins:

Í framboði til aðalstjórnar eru:

Benedikt Olgeirsson

Bryndís Hrafnkelsdóttir

Guðrún Tinna Ólafsdóttir

Heiðrún Emilía Jónsdóttir

Sólveig R. Gunnarsdóttir

Tómas Kristjánsson

Í framboði til tilnefningarnefndar eru:

Árni Gunnarsson

Guðfinna S. Bjarnadóttir

Ína Björk Hannesdóttir

Nánari upplýsingar um frambjóðendur til stjórnar og tilnefningarnefndar eru í viðhengjum auk skýrslu tilnefningarnefndar.

Engar breytingar hafa orðið á dagskrá og tillögum sem birtar voru 19. febrúar sl. Önnur fundargögn tengd aðalfundi, umboðsform, skýrslu tilnefningarnefndar, leiðbeiningar vegna LUMI hugbúnaðar o.fl. má nálgast á vef félagsins https://www.reginn.is/fjarfestavefur/  

Kópavogur 6. mars 2024

Stjórn Regins hf.

Viðhengi



Anhänge

Reginn hf. - Frambjóðendur til tilnefningarnefndar 2024 Reginn hf. - Frambjóðendur til stjórnar 2024 Reginn hf. - Skýrsla tilnefningarnefndar - 19022024