Icelandair: Niðurstöður aðalfundar


Aðalfundur Icelandair Group var haldinn í dag kl. 16:00. Eftirfarandi fór fram:


Staðfesting ársreiknings og tekin ákvörðun um hvernig fara skuli með hagnað eða tap félagsins á reikningsárinu

Forstjóri félagsins, Bogi Nils Bogason, kynnti endurskoðaðan samstæðureikning félagsins fyrir árið 2023, og hélt erindi um rekstur félagsins. Ársreikningurinn hafði verið birturí Kauphöll NASDAQ OMX  Íslandi hinn 1. febrúar 2024

Stjórn félagsins lagði fram móðurfélagsreikning og samstæðureikning fyrir Icelandair Group 2023 til samþykktar fundarins.

Tillagan var samþykkt. Ársreikningarnir voru samþykktir sem fól í sér að engin arðgreiðsla yrði fyrir rekstrarárið 2023.


Ákvörðun um þóknun til stjórnar

Stjórn félagsins lagði til við fundinn eftirfarandi tillögu um þóknun til stjórnarmanna:

“Stjórnin leggur til við aðalfund að þóknun til stjórnarmanna og fulltrúa í undirnefndum verði óbreytt: Hver stjórnarmaður fái 380.000 kr. á mánuði, formaður 760.000 kr. á mánuði, varaformaður 570.000 kr. á mánuði, meðlimir í undirnefndum 120.000 kr. á mánuði, formaður endurskoðunarnefndar 275.000 kr. á mánuði og formenn annarra undirnefnda 150.000 kr. á mánuði. Stjórnin ákveður þóknun fyrir meðlimi tilnefningarnefndar. Þóknun verður greidd samkvæmt tímagjaldi.

Tillagan var samþykkt.

Tillögur félagsstjórnar um starfskjarastefnu

Stjórn félagsins lagði til að starfskjarastefna félagsins, sem birt var fyrir aðalfundinn á vefsíðu félagsins, yrði samþykkt

Tillagan var samþykkt.

Kosning tveggja fulltrúa í tilnefningarnefnd

Eftirfarandi einstaklingar lýstu yfir framboði sínu til tilnefningarnefndar áður en framboðsfrestur rann út 29. febrúar 2024:

Alda Sigurðardóttir 

Georg Lúðvíksson

Þar sem engir aðrir einstaklingar lýstu yfir framboði tilkynnti fundarstjóri að þau skyldu teljast réttilega kjörin sem meðlimir tilnefningarnefndar.

Kosning stjórnar félagsins

Eftirfarandi einstaklingar lýstu yfir framboði sínu til stjórnar félagsins áður en framboðsfrestur rann út 29. febrúar 2024:- Guðmundur Hafsteinsson
- John F. Thomas
- Nina Jonsson
- Matthew Evans
- Svafa Grönfeldt

Þar sem einungis fimm einstaklingar lýstu yfir framboði lýsti fundarstjóri þau réttilega kjörin í stjórn félagsins án atkvæðagreiðslu á fundinum.

Stjórn hefur skipt með sér verkum. Guðmundur Hafsteinsson er formaður stjórnar og Nina Jonsson er varaformaður stjórnar.

Tilnefning til endurskoðunarnefndar

Stjórn félagsins lagði til við fundinn að Alexander Edvardsson yrði tilnefndur í endurskoðunarnefnd félagsins sem utanaðkomandi aðili.

Tillagan var samþykkt.

Kosning endurskoðanda

Stjórn félagsins lagði til að KPMG hf. yrðu endurskoðendur félagsins

Tillagan var samþykkt.

Kaupréttarkerfi

Á fundinum var lögð fram tillaga um endurnýjað langtíma hvatakerfi fyrir lykilstarfsmenn:

Tegund: Kaupréttir.
Þátttakendur: Framkvæmdastjórn og lykilstjórnendur
Heildarfjöldi kauprétta: Heildarfjöldi kauprétta sem heimilt er að úthluta á grundvelli kaupréttarkerfisins nemur 900 milljónum á þriggja ára tímabili frá og með því að kaupréttarkerfið er samþykkt á aðalfundi félagsins árið 2024.
Ávinnslutími: Þrjú ár frá úthlutunardegi.
Nýtingartímabil: Eitt ár eftir þriggja ára ávinnslutímabil. Nýtingartímabil eru tvö á ári og hefjast í apríl og október í 15 daga eftir birtingu viðkomandi Q1 og Q3 uppgjöra.
Kaupréttargengi: Kaupverð hlutanna við nýtingu verður byggt á dagslokagengi hlutabréfa Icelandair Group á úthlutunardegi auk vaxta sem skulu vera jafnir stýrivöxtum Seðlabanka Íslands eins og þeir eru á hverjum tíma. Þrátt fyrir framangreint skal þó aldrei miða við lægri vexti en 4%. Gengi kauprétta skal aðlagað fyrir framtíðararðgreiðslum sem ákveðnar eru eftir úthlutunardag.

Aðrir lykilskilmálar og skilyrði:
Starfskjaranefnd ákveður úthlutun kauprétta til starfsmanna á grundvelli frammistöðumats.

  • Áunninn kaupréttur sem ekki er nýttur innan nýtingartímabils fellur niður.
  • Þátttakendur eru skuldbundnir til að halda hlutum, sem svara til hreins hagnaðar af kaupréttum (eftir skatta) samkvæmt ákvörðun stjórnar félagsins og starfskjaranefndar.
  • Kaupréttirnir eru einungis gildir ef starfsmaður er enn í starfi hjá Icelandair Group eða dótturfélögum þess á nýtingardegi. Starfskjaranefnd getur vikið frá þessu skilyrði undir ákveðnum kringumstæðum.
  • Ef breyting á yfirráðum verður í samræmi við 100. grein laga nr. 108/2007, skulu allir útistandandi kaupréttir verða virkir og hægt verður að nýta kauprétti.
  • Félagið mun ekki veita nein lán eða ábyrgðir í tengslum við útgáfu kauprétta.
  • Réttindi og skyldur samkvæmt kaupréttaráætluninni er ekki heimilt að framselja til þriðja aðila.
  • Félagið heimild til að endurheimta, að hluta eða í heild, hagnað sem byggir á röngum, villandi, ófullnægjandi eða röngum gögnum, eða ef handhafa kaupréttar hefur viðhaft háttsemi í slæmri trú, sem leiddi til of hárra launa eða launa sem ella hefðu ekki verið greidd.
  • Félagið mun gefa út nýja hluti til að efna kaupréttarsamninga eftir hvert nýtingartímabil sem samsvara heildarfjölda þeirra kauprétta sem voru nýttir. Aðalfundur félagsins árið 2024 samþykkir þar með að stjórn félagsins hafi heimild til þess að auka hlutafé félagsins í samræmi við skilmála kaupréttarkerfisins. 


Breytingartillaga
Jón Ingi Benediktsson lagði til breytta tillögu um að kaupréttum verði ekki úthlutað í kjölfar þess að félagið hafi ekki náð rekstarmarkmiðum sínum.

Breytingartillögunni var hafnað.

Kaupréttarkerfið var því samþykkt í samræmi við upphaflega tillögu stjórnar

Breyting á samþykktum félagsins

Stjórn félagsins lagði fram eftirfarandi tillögur á samþykktum félagsins:

a)
Lagt var til að bæta við grein 15.2, háð samþykki liðar 10.
.

„Stjórn félagsins er heimilt að auka hlutafé félagsins um allt að 900 milljónir hluta að nafnvirði. Heimild þessi skal einungis nýtt í því skyni að framfylgja skilmálum samninga á grundvelli kaupréttarkerfis sem var samþykkt á aðalfundi félagsins hinn 7. mars 2024. Hluthafar félagsins hafa ekki forgangsrétt að hlutum sem eru gefnir út á grundvelli þessa ákvæðis. Gengi hluta og úthlutun skal vera í samræmi við  hið samþykkta kaupréttarkerfi og þeim samningum sem gerðir eru á grundvelli þess. Heimild þessi gildir til 31. desember 2030.“

Tillagan var samþykkt.

b)
Í samræmi við 85. gr. laga um loftferðir nr. 80/2022 var lagt til að eftirfarandi ákvæði verði bætt við sem ný málsgrein í grein 2.9 í samþykktum félagsins:

„Eignarhald, framsal eða sala á hlutum í félaginu sem leiðir eða gæti leitt til þess að aðilar aðrir en íslenska ríkið, íslenskir ríkisborgarar og/eða aðilar innan Evrópska efnahagssvæðisins eigi eða komi til með að eiga 49% eða meira af hlutum í félaginu, eða fari með raunverulega stjórn félagsins, beint eða óbeint, í gegnum einn eða fleiri aðila, er óheimilt samkvæmt 85. gr. loftferðalaga nr. 80/2022. Félagið getur krafist þess að hluthafar sem eignast hluti í andstöðu við þetta ákvæði selji hluti sína. Ef hluthafar verða ekki við kröfu þar að lútandi er félaginu heimilt að innleysa hluti viðkomandi hluthafa eða lögaðila. Heimilt er að skerða atkvæðisrétt hluta í eigu aðila utan Evrópska efnahagssvæðisins ef slíkir aðilar eiga meira en 49% af atkvæðisrétti í félaginu.“

Tillagan var samþykkt.

Stjórn félagsins lagði til að eftirfarandi texta verði bætt við 1. mgr. greinar 4.29 í samþykktum félagsins:

„sem má ekki jafnframt vera stjórnarmaður í félaginu.“

Tillagan var samþykkt.

Heimild til kaupa á eigin bréfum

Á fundinum var lögð fram eftirfarandi tillaga um heimild til kaupa á eigin bréfum:

„Stjórn Icelandair Group leggur til við aðalfund félagsins að félaginu verði heimilað að kaupa allt að 10% af eigin hlutum á næstu 18 mánuði í samræmi við 55. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög til að setja á fót formlega endurkaupaáætlun í samræmi við ákvæði 5. greinar MAR (reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 596/2014), sem hefur verið innleidd í íslenskan rétt með lögum nr. 60/2021, ásamt ákvæðum reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 2016/1052 um tæknilegar reglur um skilyrði sem gilda um endurkaupaáætlanir.“

Tillagan var samþykkt.

Önnur mál löglega fram borin

Jón Ingi Benediktsson lagði til við aðalfundinn að fengið yrði erlent ráðgjafafyrirtæki til að meta kosti og hagkvæmni þess að leysa félagið upp og eða selja það og skila fjármununum til hluthafa. Yrði tillagan samþykkt verði ráðgjafafyrirtækinu gert að kynna skýrsluna og niðurstöðu hennar fyrir hluthöfum.

Tillögunni var hafnað

Ársskýrslu félagsins má finna á eftirfarandi vefsíðu:

https://annualreport2023.icelandairgroup.is/

Nánari upplýsingar
Fjárfestar: Íris Hulda Þórisdóttir, Forstöðumaður Fjárfestatengsla. Netfang: iris@icelandair.is
Media: Ásdís Pétursdóttir, Forstöðumaður Samskipta og sjálfbærni. Netfang: asdis@icelandair.is

Viðhengi



Anhänge

Icelandair - AGM Minutes 2024