Íþaka fasteignir ehf: Niðurstaða funda skuldabréfaeigenda og boðun nýrra funda skuldabréfaeigenda í skuldabréflokkum ITHAKA 070627, ITHAKA 291128 og ITHAKA 051233


Þann 25. mars 2024 voru haldnir fundir skuldabréfaeigenda í skuldabréfaflokkum ITHAKA 070627, ITHAKA 291128 og ITHAKA 051233, á skrifstofum LEX lögmannsstofu. Boðað var til fundanna með fundarboði þann 11. mars 2024 og vísast til fundarboðs vegna áður auglýstrar dagskrár þeirra funda.

Á fundum skuldabréfaeigenda féll útgefandi frá tillögum um breytingar á skilmálum skuldabréfaflokkana sem snúa að f) liðum sérstakra skilyrða í skilmálum skuldabréfaflokkanna, sbr. viðhengi.

Þá féllst útgefandi, að ósk skuldabréfaeigenda, á að fresta ákvarðanatöku vegna tillögu um breytingar á skilmálum skuldabréfaflokksins sem snúa að uppsetningu almenns tryggingarfyrirkomulags um tvær vikur, og er hér með boðað til nýs fundar í samræmi við það, sbr. fundarboð í viðhengi.

Fundir skuldabréfaeigenda samþykktu tillögu útgefanda um að PWC yrði skipað í hlutverk eftirlitsaðila.

BOÐUN FUNDAR SKULDABRÉFAEIGENDA

LEX ehf., kt. 570297-2289, Borgartúni 26, 105 Reykjavík, sem veðgæsluaðili vegna skuldabréfaflokkanna ITHAKA 070627, ITHAKA 291128 og ITHAKA 051233 („veðgæsluaðili“), boðar að beiðni Íþöku fasteigna ehf., kt. 450613-2580, Lynghálsi 4, 110 Reykjavík („útgefandi“) til funda skuldabréfaeigenda, sem haldnir verða á skrifstofu LEX að Borgartúni 26, 105 Reykjavík, þann 8. apríl næstkomandi á eftirfarandi tímum:

1. kl. 10.00 þann 8. apríl 2024 vegna ITHAKA 070627

2. kl. 10.30 þann 8. apríl 2024 vegna ITHAKA 291128

3. kl. 11.00 þann 8. apríl 2024 vegna ITHAKA 051233

Tillögur að breyttum skilmálum verðbréfalýsingar teljast vera samþykktar ef 90% skuldabréfaeigenda samþykkja breytingarnar. Tillaga um samþykki skuldabréfaeigenda fyrir undanþágu frá f) lið kafla sérstakra skilyrða í skilmálum skuldabréfaflokkanna telst samþykkt ef 75% skuldabréfaeigenda samþykkja hana.

Atkvæðisréttur skuldabréfaeigenda miðast við fjárhæð skuldabréfaeignar hvers skuldabréfaeiganda í hlutfalli við útistandandi fjárhæð skuldabréfaflokksins. Skal eignarhlutfall hvers skuldabréfaeigenda miðast við skráða eign þeirra í lok þess dags sem fundur skuldabréfaeigenda er boðaður. Eigi útgefandi hluta skuldabréfanna skal sá hluti ekki bera atkvæðisrétt, og eignarhlutfall annarra skuldabréfaeigenda því verða hlutfallslega hærra sem nemur skuldabréfum í eigu útgefanda.

Athygli er vakin á því að ákvarðanir sem teknar eru með tilskyldum atkvæðafjölda á ályktanabærum fundi skuldabréfaeigenda binda alla skuldabréfaeigendur.

Sjá meðfylgjandi viðhengi.

Nánari upplýsingar veitir:

Guðmundur Ingvi Sigurðsson – Lögmaður hjá LEX
sími: 590-2634.

Viðhengi



Anhänge

Niðurstaða fundar og fundarboð fundar skuldabréfaeigenda ITHAKA 051233 Niðurstaða fundar og fundarboð fundar skuldabréfaeigenda ITHAKA 070627 Niðurstaða fundar og fundarboð fundar skuldabréfaeigenda ITHAKA 291128