Kvika banki hf.: Tilkynning um lækkun hlutafjár


Á aðalfundi Kviku sem haldinn var þann 21. mars 2024 var samþykkt að lækka hlutafé félagsins um 58.952.375 kr. að nafnvirði, eða sem nemur 58.952.375 hlutum, úr 4.781.025.715 kr. í 4.722.073.340 kr. að nafnvirði, með niðurfellingu eigin hluta félagsins að framangreindri fjárhæð.

Um er að ræða hluti sem voru keyptir samkvæmt formlegri endurkaupaáætlun á árinu 2023.
Hlutafjárlækkunin hefur nú verið skráð hjá fyrirtækjaskrá Skattsins og hlutafé félagsins stendur í kr. 4.722.073.340.

Eftir lækkun á bankinn enga eigin hluti.

Fyrir frekari upplýsingar vinsamlegast hafið samband við Magnús Þór Gylfason, forstöðumann samskipta og hagaðilatengsla, á netfanginu magnus.gylfason@kvika.is