Icelandair: Mikil aukning tengifarþega, betri sætanýting og stundvísi


Heildarfjöldi farþega Icelandair var 298 þúsund í mars. Farþegaflutningar hjá félaginu jukust um 25%, mældir í tekjufarþegakílómetrum (e. Revenue Passenger Kilometer) og framboð jókst um 22% frá mars 2023. Í mánuðinum voru 39% farþega á leið til Íslands, 19% frá Íslandi, 34% voru tengifarþegar og 8% ferðuðust innanlands. Sætanýting var 83,1% og stundvísi var 88,5%, 4,7 prósentustigum hærri en stundvísi í mars 2023 sem var þó mjög góð.

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair:

„Við sjáum áframhaldandi góðar farþegatölur og 25% aukningu miðað við mars í fyrra. Það hefur áhrif á farþegatölurnar að páskarnir voru snemma í ár. Í mánuðinum jókst fjöldi tengifarþega um 50%, farþegum á leið frá landinu fjölgaði um 13% og farþegum á leið til landsins fjölgaði um 4%. Þessar tölur sýna skýrt sveigjanleikann í leiðakerfinu okkar og hvernig við getum hagað framboði í takt við eftirspurn. Þannig lögðum við áherslu á að auka framboð og markaðssetningu á tengiflugi og flugi frá Íslandi þar sem eftirspurnin var meiri.

Á sama tíma náðum við að viðhalda góðri stundvísi og áframhaldandi hárri sætanýtingu, þrátt fyrir 22% framboðsaukningu. Þessi árangur er fyrst og fremst að þakka frábærri frammistöðu starfsfólks félagsins.“

Frekari upplýsingar veita: 
Fjárfestar: Íris Hulda Þórisdóttir, Director Investor Relations. Tölvupóstur: iris@icelandair.is 

Fjölmiðlar: Ásdís Pétursdóttir, Director Communications. Tölvupóstur: asdis@icelandair.is 


Viðhengi



Anhänge

03 Traffic Data