Eik fasteignafélag hf.: Framboð í tilnefningarnefnd. Skráning á aðalfund.


Eftirtalin hafa boðið sig fram í tilnefningarnefnd Eikar fasteignafélags hf., en framboðsfrestur rann út 6. apríl 2024:

- Drífa Sigurðardóttir

- Ingólfur Bender

Samþykktir félagsins gera ráð fyrir að tveir nefndarmenn séu kjörnir af hluthöfum. Stjórn tilnefnir einn einstakling í nefndina að loknum hluthafafundi. Nánari upplýsingar um frambjóðendur eru í viðhengi.


Fundurinn verður haldinn kl. 16:00 fimmtudaginn 11. apríl 2024 að Sjálandi, Ránargrund 4, 210 Garðabæ, en atkvæðagreiðslur verða einungis rafrænar.

Hluthafar eða umboðsmenn hluthafa sem hafa hug á því að taka þátt í fundinum, hvort sem er rafrænt eða í eigin persónu, eru minntir á að skrá sig sem fyrst á heimasíðunni www.lumiconnect.com/meeting/eik2024 og ekki seinna en kl. 16:00 á morgun miðvikudag 10. apríl 2024.

Viðhengi



Anhänge

Framboð í tilnefningarnefnd Eikar fasteignafélags hf.