Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Upplýsingar um birtingu ársuppgjörs fyrir tímabilið 1. mars 2023 - 29. febrúar 2024


Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf. mun birta ársuppgjör félagsins fyrir tímabilið 1. mars 2023 til 29. febrúar 2024, eftir lokun markaða fimmtudaginn 18. apríl 2024.

Kynningarfundur vegna uppgjörsins verður haldinn sama dag, fimmtudaginn 18. apríl 2024 klukkan 16:30. Á fundinum kynna stjórnendur afkomu félagsins og svara spurningum.

Fundurinn verður haldinn í húsnæði Ölgerðarinnar að Grjóthálsi 7-11, 110 Reykjavík. Fundinum verður einnig streymt í gegnum vefsíðu félagsins, www.olgerdin.is