Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Ársreikningur fyrir 1. mars 2023 til 29. febrúar 2024


Ársreikningur samstæðu Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar hf. fyrir tímabilið 1. mars 2023 – 29. febrúar 2024 var samþykktur af stjórn og forstjóra á stjórnarfundi 18. apríl 2024.

Helstu niðurstöður fjárhagsársins sem og fjórða ársfjórðungs 2023 (Q4 2023) eru:

  • EBITDA fjárhagsársins nam 5.504 millj. kr. samanborið við 4.560 millj. kr. á fyrra ári, sem jafngildir 21% hækkun milli ára (Q4 hækkaði EBITDA um 15,7% á milli ára).
  • Vörusala samstæðu Ölgerðarinnar var 18% meiri en árið áður (Q4 velta jókst um 15,9% á milli ára).
  • Hagnaður eftir skatta var 3,3 ma. kr. á fjárhagsárinu og jókst um 33% á milli ára.
  • Eigið fé í lok Q4 2023 nam 15 ma. kr. og var eiginfjárhlutfall 49,1% samanborið við 39,3% við lok síðasta fjárhagsárs.
  • Nettó vaxtaberandi skuldir ásamt leiguskuldbindingu voru 5,8 ma. kr. í lok Q4 2023 og lækkuðu um 1.569 millj. kr. á árinu þrátt fyrir yfirtöku skulda Iceland Spring.
  • Afkomuspá stjórnenda samstæðu Ölgerðarinnar fyrir fjárhagsárið 1. mars 2024 – 28. febrúar 2025 er 5.500 – 5.900 millj. kr. EBITDA.

Lykiltölur Q4 2023 (mkr.)

Rekstrarreikningur samst.Q4 2023Q4 2022Breyt.% Breyt
Vörusala10.3238.9061.41616%
Áfengis- og skilagjald2.5502.3621888%
Vörunotkun4.1083.39871021%
Annar framleiðslukostnaður167182-14-8%
Framlegð3.4972.96453318%
Aðrar tekjur9817%
Laun og launatengd gjöld1.3681.22014712%
Sölu- og markaðskostnaður45734211534%
Annar kostnaður65752513225%
EBITDA1.02588513916%
Afskriftir2702066331%
EBIT7556797611%
Fjármagnsliðir og áhrif hlutdeildarfélaga24494151161%
Hagnaður fyrir skatta511586-75-13%
Tekjuskattur888189%
Hagnaður e skatta422505-83-16%


Á fjórða ársfjórðungi fjárhagsársins jókst velta félagsins um 1.416 millj. kr. Um 42% af þeirri aukningu kemur frá Iceland Spring sem er nú hluti samstæðu Ölgerðarinnar. Að öðru leyti kemur vöxturinn að mestu frá drykkjarvöru.

Efnahagsreikningur29.2.202428.2.2023Breyt.% Breyt
Eignir30.66525.6764.98919%
Eigið fé15.04710.0814.96649%
Eiginfjárhlutfall49,1%39,3%9,8 
     
Vaxtaberandi skuldir og leigusk.7.2798.496-1.217-14%
Handbært fé1.5241.17235230%
Nettó vaxtaberandi skuldir og leigusk.5.7557.324-1.569-21%
EBITDA5.5044.56094521%
NIDB/EBITDA1,01,6-0,6 


Nettó vaxtaberandi skuldir, að viðbættri 144 millj. kr. húsaleiguskuldbindingu, voru 5.755 millj. kr. í árslok. Það er lækkun um 1.569 millj. kr. þrátt fyrir að skuldir Iceland Spring að fjárhæð 506 millj. kr. hafi bæst við nettó á tímabilinu.

Meðalvextir skulda samstæðunnar í íslenskum krónum voru 11,1% í lok fjárhagsársins.

Fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum á tímabilinu var aðeins umfram áætlanir. Meðal fjárfestinga á tímabilinu voru kaup á fyrstu sjálfvirku lyfturum í vöruhús félagsins sem áætlað er að teknir verði í notkun á yfirstandandi fjárhagsári. Fjárfestingar fjárhagsársins 2024 eru áætlaðar 1.617 millj. kr.. Þar á meðal er bygging hreinsistöðvar, uppfærsla á framleiðslulínu á bjórkútum og áframhaldandi sjálfvirknivæðing í vöruhúsi.

Lykiltölur 12 mán 2023 (mkr.)

EBITDA eykst um 21%

Velta fjárhagsársins jókst um 6,9 ma. kr. eða 18%. Um 32% af veltuaukningu má rekja til þess að nú er Iceland Spring hluti af samstæðu Ölgerðarinnar, um 17% til aukinnar bjórsölu og um 13% til aukinnar sölu á virknidrykkjum.

Meirihluti aukningar kemur til vegna meiri drykkjarvörusölu en magnaukningin í seldum lítrum innanlands er ríflega 7%. Aukning í sölu fjölda eininga af framleiðsluvöru er 9,2%. Á þessum tölum má sjá að áframhaldandi þróun á markaði er í átt að minni skammtastærðum og sykurlausum virknidrykkjum. Um 70% af veltuaukningu innanlands má rekja til smásölu. 

EBITDA fjárhagsársins var 5,5 ma. kr. sem er aukning um 21% m.v. fyrra fjárhagsár.

Vörusala Iceland Spring hefur 2,2 ma. kr. áhrif á tekjur samstæðunnar á tímabilinu. EBITDA áhrifin voru 321 millj. kr.

Hagnaður eftir skatta var 3.304 millj. kr. sem er 33% aukning frá sama tíma í fyrra.

Laun og launatengd gjöld voru 4,9 ma. kr. og hækkuðu um 12,3% á milli ára. Hækkun vegna kjarasamninga nam 4,7%, vegna Iceland Spring 2,1%, vegna fjölgunar stöðugilda 3% og vegna annarra breytinga 2,5%.

Velta það sem af er núverandi fjárhagsári er um 5% hærri en á sama tíma í fyrra. Þrátt fyrir ágætan vöxt er ljóst að heldur er að hægja á þeim mikla vexti sem einkennt hefur síðast liðin þrjú ár.

Áhrif Iceland Spring2023
Vörusala2.243
Áfengis- og skilagjald 
Vörunotkun1.532
Annar framleiðslukostnaður 
Framlegð711
Aðrar tekjur 
Laun og launatengd gjöld91
Sölu- og markaðskostnaður127
Annar kostnaður171
EBITDA321
Afskriftir50
EBIT272
Fjármagnsliðir og áhrif hlutdeildarfélaga99
Hagnaður fyrir skatta173
Tekjuskattur 
Hagnaður e skatta173


Rekstrarreikningur samst.20232022Breyt.% Breyt
Vörusala45.37538.4386.93718%
Áfengis- og skilagjald11.56310.3361.22712%
Vörunotkun17.99714.5223.47524%
Annar framleiðslukostnaður657771-114-15%
Framlegð15.15812.8092.34918%
Aðrar tekjur49341544%
Laun og launatengd gjöld4.9314.39154012%
Sölu- og markaðskostnaður2.4021.85854429%
Annar kostnaður2.3692.03333617%
EBITDA5.5044.56094421%
Afskriftir1.03285118221%
EBIT4.4723.70976321%
Fjármagnsliðir og áhrif hlutdeildarfélaga491664-172-26%
Hagnaður fyrir skatta3.9803.04693531%
Tekjuskattur67755811821%
Hagnaður eftir skatta3.3042.48781633%


Reksturinn framundan og afkomuspá

Sala á virknidrykknum COLLAB er nú hafin í Danmörku og Finnlandi en áður hafði staðið yfir tilraunasala í Noregi. Góð dreifing er á drykknum og sala gengur samkvæmt áætlunum. Áætlanir gera ráð fyrir að töluverðan tíma taki að festa vöruna í sessi og ná hlutdeild á mörkuðum. Nokkrar af stærstu smásölukeðjum Danmerkur hafa tekið COLLAB í sölu meðal annars 7-Eleven, Netto, Fötex og Bilka. Í Finnlandi verður COLLAB til sölu um allt land í verslunum K-Citymarket og K-Supermarket ásamt völdum verslunum K-Market. Markaðsvinna er nú í gangi og undirbúningur er að hefjast vegna þriggja annarra markaða.

Afkomuspá stjórnenda samstæðu Ölgerðarinnar fyrir fjárhagsárið 1. mars 2024 – 28. febrúar 2025 er 5.500 – 5.900 millj. kr. EBITDA. Í afkomuspá ársins hefur verið tekið tillit til að kostnaður við útflutning og markaðssetningu á nýjum mörkuðum erlendis verði ekki undir 200 millj. kr. og verður sá kostnaður endurmetinn eftir því hvernig tekst til næstu mánuði.

„Rekstur Ölgerðarinnar á síðasta ári gekk afar vel og félagið festir sig enn í sessi sem öflugasta fyrirtækið á þessum markaði. Við hlustum á neytendur og þeir kunna ekki aðeins að meta rótgrónar vörur okkar sem eru fastagestir á heimilum Íslendinga, heldur tóku þeir afar vel í nýjar vörur okkar sem eru afrakstur nýsköpunar og vöruþróunar. Þessar vikurnar eru að koma nokkrar spennandi nýjungar. Má þar nefna Mist Uppbygging, sem er próteindrykkur með mátulegu magni af koffíni, og COLLAB Hydro sem er nútíma sportdrykkur fyrir íslenskar aðstæður. Innkoma Iceland Spring hefur sitt að segja og við erum afar spennt að sjá hversu góðar viðtökur COLLAB er að fá á erlendum mörkuðum. Við horfum bjartsýn fram á veg og höldum áfram að framleiða og selja fyrsta flokks vörur og bjóða upp á hágæða þjónustu,“ segir Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar.

Þá hefur Októ Einarsson, stjórnarformaður Ölgerðarinnar, jafnframt tilkynnt að hann gefi ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu á næsta aðalfundi félagsins sem haldinn verður 23. maí næst komandi. Októ hefur verið stjórnarformaður félagsins frá árinu 2002.

„Ég hef starfað við innflutning, heildsölu og framleiðslu í 37 ár, þar af síðustu 22 ár hjá Ölgerðinni, og mér finnst þetta réttur tímapunktur til að stíga til hliðar. Ölgerðin hefur vaxið og dafnað síðustu áratugi og það hefur verið einkar ánægjulegt að sjá félagið verða jafn öflugt og raun ber vitni. Ég lít yfir farinn veg með stolti, þakka öllu því starfsfólki Ölgerðarinnar sem hefur lagt dag og nótt við að gera fyrirtækið að því sem það er í dag og ég kveð sáttur, en með söknuði,” segir Októ Einarsson, stjórnarformaður Ölgerðarinnar.

Nánari upplýsingar veita:

Andri Þór Guðmundsson, forstjóri

andri.thor.gudmundsson@olgerdin.is / s.: 665-8010

Viðhengi



Anhänge

Fréttatilkynning - Q4 2023 OES - Ársreikningur samstæðu 2023-2024