Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Tilkynning um nýtingu kauprétta og hækkun hlutafjár


Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf. (hér eftir „félagið“) hefur móttekið tilkynningar fimmtán kaupréttarhafa um nýtingu kauprétta sem urðu nýtanlegir 19. maí 2024. Um er að ræða nýtingu kauprétta að samtals 30.750.000 nýjum hlutum í félaginu.

Stjórn hefur nýtt heimild sína samkvæmt 2. mgr. 4. gr. samþykkta félagsins, til að hækka hlutafé félagsins í þeim tilgangi að mæta nýtingu framangreindra kauprétta. Hlutafé félagsins verður því hækkað um 30.750.000 kr. og mun eftir hækkun standa í 2.837.715.174 að nafnverði, með útgáfu nýrra hluta. Hver hlutur er að fjárhæð ein króna og fylgir hverjum hlut eitt atkvæði.

Hlutafjárhækkunin verður tilkynnt til og skráð af fyrirtækjaskrá Skattsins og nýir hlutir verða gefnir út af Nasdaq CSD og óskað eftir töku þeirra til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland.