Hluthafafundur Regins hf. var haldinn miðvikudaginn 29. maí 2024, klukkan 15:30.
- Tillaga um breytingu á nafni félagsins:
Samþykkt var tillaga stjórnar um að breyta nafni félagsins í Heimar hf. Tillagan var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
- Tillaga um breytingu á 4. gr. samþykkta félagsins:
Samþykkt var tillaga stjórnar um að fella á brott 2. mgr. 4. gr. samþykkta félagsins. Tillagan var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
Mætt var á hluthafafundinn fyrir 65% hlutafjár.
Meðfylgjandi eru uppfærðar samþykktir Heima hf.
Viðhengi