María Björk Einarsdóttir, fjármálastjóri Eimskips hefur óskað eftir því að láta af störfum hjá félaginu. María mun sinna sínum störfum til 1. september eða þar til ráðið verður í starfið.
Vilhelm Már Þorsteinsson, forstjóri Eimskips:
“Ég vil þakka Maríu Björk fyrir gott samstarf hjá Eimskip síðustu ár. Hún hefur verið frábær liðsmaður og komið að mörgum mikilvægum breytingum og verkefnum hjá félaginu. Ég óska henni velfarnaðar á nýjum vettvangi”.
Frekari upplýsingar veitir Edda Rut Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Mannauðs- og samskiptasviðs, sími: 8253399 og netfang investors@eimskip.is.