SKAGI: Breyting í framkvæmdastjórn VÍS


Sindri Sigurjónsson, sem gegnt hefur stöðu framkvæmdastjóra trygginga og tjóna hjá VÍS, hefur ákveðið að láta af störfum hjá félaginu og snúa sér að eigin rekstri. Sindri mun starfa áfram næstu vikurnar og dagsetning starfsloka ekki ákveðin.

Guðný Helga Herbertsdóttir, forstjóri VÍS:
„Ég þakka Sindra fyrir farsælt samstarf og hans framlag til félagsins. Um leið óska ég honum velfarnaðar í nýjum verkefnum“.