Heimar hf.: Niðurstöður hluthafafundar Heima hf. 30. ágúst 2024


Hluthafafundur Heima hf. var haldinn á skrifstofu félagsins að Hagasmára 1, 201 Kópavogi, föstudaginn 30. ágúst 2024. Fundurinn hófst klukkan 12:15.

1.     Tillaga stjórnar um starfskjarastefnu lögð fram til samþykktar

Hluthafafundur samþykkti framlagða starfskjarastefnu með öllum greiddum atkvæðum.  

2.     Tillaga stjórnar um kaupréttaráætlun fyrir stjórnendur

2.1  Breytingartillaga Gildis-lífeyrissjóðs við tillögu stjórnar

Breytingartillaga Gildis-lífeyrissjóðs hlaut minnihluta greiddra atkvæða og náði því ekki fram að ganga.

2.2  Uppfærð tillaga stjórnar um kaupréttaráætlun fyrir stjórnendur

Á fundinum var borin fram breytingartillaga stjórnar við fyrri tillögu stjórnar.

Í breytingartillögunni felst að forstjóri getur að hámarki átt rétt á 6 milljónum hluta. Aðrir þættir eru óbreyttir frá fyrri tillögu stjórnar.

Hluthafafundur samþykkti uppfærða tillögu stjórnar um kaupréttaráætlun fyrir stjórnendur með framangreindum breytingum með meirihluta greiddra atkvæða.

3.     Tillaga stjórnar um breytingu á 4. gr. samþykkta félagsins

Lögð var fram tillaga stjórnar um að bæta við heimild til handa stjórn í 2. mgr. 4. gr. samþykkta félagsins vegna hækkunar hlutafjár vegna innleiðingar kaupréttarkerfis.

Tillagan var samþykkt með auknum meirihluta.

4.     Önnur mál

Engin önnur mál voru tekin til afgreiðslu á fundinum.