Hluthafafundur í Reitum fasteignafélagi hf. 16. október 2024


Stjórn Reita fasteignafélags hf. boðar til hluthafafundar í félaginu sem haldinn verður miðvikudaginn 16. október 2024 kl. 15:30 í sal 3 á Hotel Reykjavik Natura við Nauthólsveg 52, 102 Reykjavík.

Dagskrá fundarins verður sem hér segir:

  1. Tillaga stjórnar um kaupréttaráætlun fyrir stjórnendur og lykilstarfsmenn.
  2. Tillaga stjórnar um breytingu á 4. gr. samþykkta félagsins.
  3. Tillaga stjórnar um breytingu á 3. gr. samþykkta félagsins.
  4. Önnur mál, löglega upp borin.

Vakin er sérstök athygli á tillögur stjórnar, sem er fylgiskjal með tilkynningu þessari, en þar koma fram nánari upplýsingar um þær tillögur sem lagðar verða fyrir hluthafafundinn.

Hluthafi getur látið umboðsmann sækja hluthafafund fyrir sína hönd. Umboðsmaður skal leggja fram skriflegt eða rafrænt umboð á eyðublaði eða í samræmi við eyðublað sem aðgengilegt er á vef félagsins, www.reitir.is/hluthafafundir. Rafrænt umboð skal sent félaginu á netfangið hluthafafundur@reitir.is áður en fundur hefst.

Ekki er gert ráð fyrir að atkvæðagreiðslur á hluthafafundinum verði skriflegar nema einhver fundarmanna krefjist þess eða fundarstjóri úrskurðar um annað. Ekki verður hægt að greiða atkvæði með rafrænum hætti á fundinum. Hluthafar geta óskað eftir því að fá að greiða atkvæði bréflega um mál sem eru á dagskrá fundarins. Skal beiðni um slíka atkvæðagreiðslu hafa borist á skrifstofu félagsins eða á netfangið hluthafafundur@reitir.is eigi síðar en fimm sólarhringum fyrir fundinn, þ.e. fyrir kl. 15:30 föstudaginn 11. október 2024.

Hluthafar hafa heimild til að fá ákveðið mál tekið til meðferðar á fundinum og skal kröfu þar um fylgja rökstuðningur eða drög að ályktun sem berast skal stjórn félagsins skriflega eða rafrænt á netfangið hluthafafundur@reitir.is í síðasta lagi 4. október næstkomandi fyrir kl. 15:30.

Dagskrá hluthafafundarins og tillögur sem fyrir hann verða lagðar, svo og aðrar nauðsynlegar upplýsingar um fundinn má finna á vef félagsins, www.reitir.is/hluthafafundir.

Stjórn Reita fasteignafélags hf.

Viðhengi



Anhänge

Hluthafafundur 16. október 2024 - tillögur og greinagerðir