Eik fasteignafélag hf.: Greinargerð stjórnar vegna yfirtökutilboðs Langasjávar ehf.


Stjórn Eikar fasteignafélags hf. birtir greinargerð sína vegna yfirtökutilboðs Langasjávar ehf. til hluthafa Eikar fasteignafélags þar sem hún setur fram rökstutt álit sitt á tilboðinu og skilmálum þess. Í greinargerðinni er m.a. fjallað um álit stjórnarinnar á framtíðaráformum tilboðsgjafa og hvaða áhrif hún telur að tilboðið geti haft á hagsmuni félagsins, störf stjórnenda og starfsmanna þess, sem og staðsetningu starfsstöðva félagsins lögum samkvæmt.

Að teknu tilliti til þeirra upplýsinga og greininga er fram koma í greinargerðinni er það mat stjórnar að tilboðsverð tilboðgjafa sé of lágt þegar það er borið saman við vænt virði framtíðar sjóðstreymis og arðgreiðslna félagsins.

Skorað er á hluthafa að kynna sér meðfylgjandi greinargerð stjórnar Eikar fasteignafélags, tilboðsyfirlit Langasjávar og aðrar upplýsingar sem fram hafa komið af hálfu Langasjávar í tengslum við yfirtökutilboðið.

Viðhengi



Anhänge

Greinargerð stjórnar Eikar fasteignafélags hf. vegna yfirtökutilboðs Langasjávar ehf