Garðabær stefnir að því að bjóða til sölu skuldabréf í flokknum GARD 11 1 í lokuðu útboði allt að 3 mia.kr. að markaðsvirði. Bréfið er jafngreiðslubréf sem ber 3,8% vexti með 2 gjalddaga á ári og lokagjalddaga árið 2051. Arion banki hefur umsjón með sölu bréfanna og töku til viðskipta í kauphöll.