Heimar hf.: Sala á fimm fasteignum frágengin


Vísað er fyrri tilkynningar Heima hf. („Heimar“ eða „félagið“), dags. 4. október 2024, um að félagið hafi samþykkt kauptilboð Módelhúsa ehf. („Módelhús“) í fimm fasteignir.

Í dag hafa Heimar og Módelhús undirritað kaupsamninga um fasteignirnar. Afhending á eignunum fer fram í byrjun nóvember 2024. 

Fasteignirnar sem um ræðir eru að Eyrartröð 2a, Norðurhellu 10 og Reykjavíkurvegi 74, Hafnarfirði, auk fasteigna að Vatnagörðum 6 og Vatnagörðum 8, Reykjavík. Heildarfermetrafjöldi fasteignanna er 8.962 m2.

Söluverð eignanna er samtals 3.275 milljónir kr. og er áætlaður söluhagnaður 351 milljón kr. Núverandi leigutekjur eignanna nema um 250 milljónum kr. á ársgrundvelli. Söluandvirðið verður nýtt til fjárfestinga í samræmi við fjárfestingastefnu félagsins.

Ráðgjafi Heima í viðskiptunum er Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka.

Nánari upplýsingar veitir Halldór Benjamín Þorbergsson í s. 821-0001