Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Árborgar 2025 og þriggja ára áætlun 2026 – 2028


Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Árborgar fyrir árið 2025 og þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026 – 2028 var lögð fram í bæjarstjórn Árborgar til seinni umræðu í dag miðvikudaginn 4. desember 2024.  

Fjárhagsáætlun ársins 2025 gerir ráð fyrir að rekstrarniðurstaða samstæðunnar að meðtöldum samstarfsverkefnum, án afskrifta og fjármagnsliða sé jákvæð um 2.834 m.kr. Afskriftir eru áætlaðar 1.086 m.kr., fjármagnskostnaður er áætlaður 1.661,4 m.kr. Heildarniðurstaða samstæðunnar er því jákvæð um 85,9 m.kr. 

Áætlunin gerir ráð fyrir að samanlagðar tekjur A og B hluta verði 20.599,2 m.kr. á árinu 2025. Heildarlaunakostnaður er áætlaður 10.736 m.kr. sem er 52% af heildartekjum og 72% af skatttekjum. Annar rekstrarkostnaður er áætlaður um 6.796,2 m.kr. 

Samkvæmt áætluninni verða skatttekjur (útsvar, framlag úr Jöfnunarsjóði og fasteignaskattur) á íbúa 1.287 þús.kr. og heildareignir á íbúa verða 3.011 þús.kr. 

Veltufé samstæðunnar frá rekstri er áætlað 2.072 m.kr. Afborganir lána eru áætlaðar 3.804,8 m.kr. og er þar af eingreiðslulán sem er á gjalddaga 01.08.2025 að upphæð 1.375 m.kr.  

Skuldahlutfall árið 2025 er áætlað 153,0% og skuldaviðmið skv. reglugerð um fjárhagsleg viðmið og eftirlit með fjármálum sveitarfélaga nr. 502/2012 er áætlað 126,6% árið 2025. Áætlað er að skuldaviðmiðið verði komið niður í 103,5% árið 2028. 

Veltufé frá rekstri er áætlað 2,072 ma.kr árið 2025, 2,332 ma kr. árið 2026, 2,573 ma kr. árið 2027 og 2,925 ma kr. árið 2028. 

Framlegðarhlutfall er áætlað 13,8% fyrir árið 2025 og hækkar í 15,2% fyrir árið 2028 

Fjárfestingar eru áætlaðar 1,85 ma.kr. árið 2025, 1,899 ma.kr árið 2026 og 1,944 ma.kr árið 2027 og 1,779 ma.kr árið 2028. 

Hjálagt er að finna frumvarp að fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Árborgar 2025 til 2028. 

Attachment



Anhänge

Fjárhagsáætlun 2025 - 2025_