Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf. hefur lokið sölu á nýjum þriggja mánaða víxli, OLGERD250327 fyrir 820 m.kr. að nafnverði á kjörum sem samsvara 8,75% flötum vöxtum, en óskað verður eftir því að víxillinn verði tekinn til viðskipta og skráður í kauphöll Nasdaq Iceland.
Ekki var um almennt útboð að ræða. Útboðið var sömuleiðis undanþegið gerð lýsingar á grundvelli a, c og d-liðar, 4. mgr. 1. gr. reglugerðar Evrópusambandsins og ráðsins (ESB) nr. 2017/1129 um lýsingu sem birta skal þegar verðbréf eru boðin í almennu útboði eða tekin til viðskipta á skipulegum markaði, sbr. lög nr. 14/2020 um sama efni.
Verðbréfamiðlun Íslandsbanka hf. hafði umsjón með sölu víxlanna og annast skráningu þeirra.
Útgáfudagur og gjalddagi áskrifta er 23. desember nk.
Nánari upplýsingar veitir:
Jón Þorsteinn Oddleifsson, framkvæmdastjóri Fjármálasviðs í síma 820-6491 eða jon.thorsteinn.oddleifsson@olgerdin.is