Íþaka fasteignir: Útboð 9. janúar 2025 á skuldabréfaflokknum ITHAKA 300834


Íþaka fasteignir ehf. efnir til lokaðs útboðs á skuldabréfaflokknum ITHAKA 300834 þann 9. janúar 2025.

ITHAKA 300834 er verðtryggður og veðtryggður flokkur sem er þegar skráður á aðalmarkað Nasdaq Iceland. Endurgreiðsluferli höfuðstóls fylgir 30 ára jafngreiðsluferli (e. annuity) og fara greiðslur fram mánaðarlega, en eftirstöðvar greiðast að fullu á lokagjalddaga 30. ágúst 2034. Áður útgefið er 3.500 milljónir króna að nafnverði.

Útboðið verður með hollenskri aðferð, þ.e. öll samþykkt tilboð bjóðast fjárfestum á hæstu ávöxtunarkröfu sem tekið er. Félagið áskilur sér rétt til þess að taka hvaða tilboði sem er, í heild eða að hluta, eða hafna þeim öllum. Áætlaður uppgjörsdagur er fimmtudagurinn 16. janúar 2025. Verður óskað eftir því að nýju bréfin verði tekin til viðskipta á aðalmarkaði Nasdaq Iceland í kjölfarið.

Íslandsbanki hefur umsjón með útgáfu og sölu skuldabréfanna sem og töku þeirra til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland.

Útboðið er undanþegið gerð lýsingar, sbr. c- og d-lið 4. mgr. 1. gr. reglugerðar (ESB) 2017/1129, sbr. lög nr. 14/2020. Skjöl er varða útgáfuna eru birt á vefsíðu félagsins, ithaka.is/fjarmala-og-markadsupplysingar.

Nánari upplýsingar veitir Gunnar Valur Gíslason, framkvæmdastjóri, í síma 822-4403 eða í tölvupósti á gunnarvalur@ithaka.is og Verðbréfamiðlun Íslandsbanka, vbm@islandsbanki.is.