Tilnefningarnefnd Símans gegnir ráðgefandi hlutverki þegar kemur að kjöri til stjórnar félagsins. Tilgangur nefndarinnar er að huga að hagsmunum allra hluthafa og tilnefna frambjóðendur í stjórn félagsins. Tilnefningarnefnd fer yfir þekkingu og reynslu stjórnar sem heild. Í framhaldi metur nefndin frambjóðendur út frá þekkingu og reynslu og hvort þeir geti sinnt skyldum sínum samkvæmt samþykktum félagsins, lögum um hlutafélög nr. 2/1995, auk annarra laga og reglugerða sem gilda um félagið. Á grundvelli niðurstaðna mun nefndin leggja fram tillögur sínar um framboð til stjórnar fyrir hvern aðalfund.
Tilnefningarnefnd Símans auglýsir hér með eftir tilnefningum eða framboðum til stjórnar Símans vegna aðalfundar félagsins sem haldinn verður 13. mars næstkomandi.
Ekki er sjálfgefið að breyta þurfi samsetningu stjórnar á hverjum tíma en slíkt er háð aðstæðum hverju sinni, virkni núverandi stjórnar og vilja núverandi stjórnarmanna til áframhaldandi stjórnarsetu. Þess skal getið að allir núverandi stjórnarmenn gefa kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn Símans.
Óskað er eftir að tilnefningar eða framboð séu send á netfang nefndarinnar, tilnefningarnefnd@siminn.is ásamt framboðseyðublaði, stuttu kynningarbréfi og ferilskrá fyrir 31. janúar 2025. Starfsemi tilnefningarnefndar takmarkar ekki heimild frambjóðanda til þess að skila inn framboðum til stjórnar allt fram að fimm dögum fyrir aðalfund.
Nánari upplýsingar um tilnefningarnefnd er að finna á vef félagsins: https://www.siminn.is/fjarfestar/stjorn-og-stjornarhaettir.