Tilmæli Kauphallarinnar:Fjöldi aukastafa í dagvísitölu og afleiddu uppgjörsverði


Kauphöllin hefur undanfarið leitast við að samræma venjur á íslenska skuldabréfa- og víxlamarkaðnum við venjur sem viðhafðar eru á öðrum helstu mörkuðum. Tilgangur samræmingarinnar er einna helst að samstilla viðskiptahætti aðila markaðarins og jafnframt auðvelda innkomu erlendra fjárfesta.

Kauphallaraðilar hafa komið því á framfæri við Kauphöllina að þeir telji til vansa hversu lítil samræming er á útreikningi á dagvísitölu neysluverðs- og lánskjaravísitölu til verðtryggingar, og uppgjörsverði (dirty price) afleiddu af hreinu verði (clean price) og þá sérstaklega að markaðsaðilar skuli eigi nota sama fjölda aukastafa. Vegna þessa myndast misræmi á milli útreikningskerfa kauphallaraðila sem veldur óþarfa viðskiptakostnaði. Kauphöllin hefur því ákveðið, að undangengnu umsagnarferli, að mælast til þess við markaðsaðila að útreikningur þeirra á dagvísitölu og afleiddu uppgjörsverði fylgi tilmælum þessum:

1.	Notast skal við fimm aukastafi í dagvísitölu, og
2.	sex aukastafi í afleiddu uppgjörsverði.

Nánari útskýringar má sjá í viðhengi.

Vinsamlegast hafið samband við Brynjar Örn Ólafsson (brynjar.olafsson@omxgroup.com, s. 525-2856) sé nánari upplýsinga óskað. 


Attachments

BondRec2.pdf Skuldabrefatilmaeli2.pdf