Actavis Group - Fær 180 daga einkasölurétt á meltingarfæralyfi í Bandaríkjunum


Actavis fær 180 daga einkasölurétt á meltingarfæralyfi  í Bandaríkjunum

Actavis hefur fengið samþykki bandarísku matvæla- og lyfjastofnunarinnar til að markaðssetja meltingarfæralyfið Ranitidine mixtúru þar í landi. Þar sem Actavis er fyrst til að sækja um markaðsleyfi á lyfinu, hefur fyrirtækið fengið 180 daga einkarétt á sölu þess. Lyfið mun fara í dreifingu á næstu vikum.

Ranitidine mixtúra er samheitalyf frumlyfsins Zantac® Syrup frá GlaxoSmithKline og verður fáanlegt í styrkleikanum 15 mg/ml.  Lyfið er þriðja lyfið sem Actavis markaðssetur í Bandaríkjunum á árinu, á þessum stærsta markaði samstæðunnar. Fyrir árið í heild sinni er búist við að markaðssett verði 18-20 ný samheitalyf og að lagðar verði inn 40-45 lyfjaumsóknir til lyfjayfirvalda.
 
Árleg sala lyfsins í Bandaríkjunum nam um 121 milljónum dala (8 milljörðum króna) á árinu 2006, skv. tölum frá IMS Health data.

Róbert Wessman, forstjóri Actavis: 
"Það er ánægjulegt að ná einkarétti á sölu Ranitidine, en það er í fyrsta sinn í sögu félagsins sem sá áfangi næst. Árangurinn má þakka okkar öfluga þróunarstarfi og við eigum von á að lyfið verði á meðal þeirra söluhæstu í Bandaríkjunum á árinu."


Nánari upplýsingar veitir:
Halldór Kristmannsson
Innri og ytri samskipti
Sími: 535 2325 og 840 3425
Póstfang: hkristmannsson@actavis.com
   


Um Actavis
Actavis er alþjóðlegt lyfjafyrirtæki sem sérhæfir sig í þróun, framleiðslu og sölu samheitalyfja. Hjá Actavis starfa meira en 11,000 manns í yfir 30 löndum. Höfuðstöðvar félagsins eru á Íslandi en fyrirtækið rekur auk þess þróunarsetur og verksmiðjur í Evrópu, Bandaríkjunum og Asíu. 



Almennur lagafyrirvari 
Upplýsingar, sem fram koma í þessari fréttatilkynningu, kunna að innihalda forspár varðandi fjárhagsstöðu, árangur og viðskipti Actavis. Forspár og áætlanir eru í eðli sínu tengdar áhættu og óvissu þar sem þær varða atvik og eru háðar atburðum sem munu eiga sér stað í framtíðinni. Ýmsir þættir geta leitt til þess að raunverulegur árangur eða þróun verði í veigamiklum atriðum frábrugðin því sem fram kemur eða er undanskilið í þessum forspám. Þessir þættir eru m.a. gengissveiflur, sú hætta að rannsóknir og þróun muni ekki skila af sér vörum sem nái viðskiptalegum árangri, áhrif samkeppni, verðstýring og verðlækkanir, hættan á að missa einkaleyfi eða vörumerkjaréttindi eða að þau renni út, erfiðleikar við að fá eða viðhalda opinberum leyfum fyrir vörur, hættan á verulegum skaðsemisábyrgðarkröfum eða hætta á ábyrgð vegna umhverfistjóns.