2006


Fastafjármunir námu í árslok 41.121 milljónum kr. og veltufjármunir 3.769
milljónum kr.  Eignir voru samtals 44.890 milljónir kr. Skuldir og
skuldbindingar samstæðunnar námu 38.618 milljónum kr. og eigið fé í árslok er
6.272. milljónir kr. að meðtaldri hlutdeild minnihluta.  Velta samstæðunnar á
árinu var 3.947 milljónir kr. og varð tap af starfseminni sem nam samtals 451
milljónum kr. 

Ársreikningur Nýsis hf er samstæðureikningur Nýsis hf og dótturfélaga.  Tap
varð á rekstrinum á árinu að fjárhæð 450,6 m kr. Orsök þess eru
gengisbreytingar og mikill vaxtakostnaður af framtíðarfjárfestingum á Íslandi
og erlendis sem ekki eru farnar að skila fullri arðsemi. Rekstrarhagnaður án
matsbreytinga á fjárfestingareignum fyrir vaxtakostnað hækkaði á milli áranna
2005 og 2006 úr 394,3 m kr. í 959,5 m kr. 

Veltufjárhlufall er í árslok 0,23 sem skýrist af því að endurfjármögnun
skammtímalána í Danmörku að fjárhæð u.þ.b. 9,3 milljarðar króna lauk ekki fyrr
en í mars 2007. Auk þess var byggingarlán vegna Eignarhaldsfélagsins Markar, að
fjárhæð u.þ.b. 1,7 milljarðar króna, innifalið í skammtímalánum um áramót.  Með
endurfjármögnun þessara tveggja verkefna hækkar veltufjárhlutfall samstæðunnar
í 0,67. 

Í árslok eru dótturfélögin Nýsir fasteignir hf. (81,9%), Fasteignastjórnun ehf.
(Nýsir FM) (100%), Stofn fjárfestingarfélag ehf. (100%), Nýsir international
ehf. (100%), Nýsir þróunarfélag ehf. (100%), Mörkin eignarhaldsfélag ehf.
(100%), Faenus ehf. (100%), Midi.is ehf. (71%), Nysir Malta Limited (100%). 
Dótturfélög Nýsis fasteigna ehf. sem eru að fullu í eigu félagsins eru: Grípir
ehf., Þekkur ehf., Nýtak ehf., Iði ehf., Teknikum ehf., Engidalur ehf.,
Hafnarslóð ehf., Laugahús ehf., Fasteignafélag Austurbæjar ehf., Gránufélagið
ehf., Borgarhöllin ehf. og Egilshöllin ehf. 

Dótturfélög Stofns fjárfestingarfélags eru Artes (100%), Faxafen (50%),
Hraðbraut (50%), , Sjáland (67%), , Salus (50%) og Heilsuakademían (60%) og
Mostur (100%). Dótturfélag Mosturs er Laxnesbúið (70%). 

Dótturfélög Nýsis international ehf. eru Nysir UK Limited og Nysir Danmark ApS.
Í eigu Nysir UK Limited eru NYOP Ruthin Limited (100%) og  IBSEC (Operon)
(69%). Í eigu Nysir Danmark ApS eru Jehl ApS Tietgens Have (100%) og Jehl ApS
Atriumhuset (100%). 

Dótturfélög Nýsis þróunarfélags eru Golf ehf. (82,7%) og Viðskiptahöllin (100%).

Eru öll ofangreind félög innifalin í samstæðureikningum.

Helstu hlutdeildarfélög eru  í Eignarhaldsfélaginu Portus ehf. (50%), Situs
ehf. (50%),  og Fasteignafélaginu Lækjarhlíð ehf (50%). 

Í janúar 2006 var gengið frá samningi um kaup á Neptune PFI Ruthin Limited sem
er með einkaframkvæmdarsamning við Denbigshire County Council í Wales. Um er að
ræða þrjár byggingar, samtals að stærð 9.800 m2, þ.e. ráðhús,
skrifstofubyggingu og sérhæft geymsluhúsnæði. Um þessi kaup var stofnað félagið
NYOP Ruthin Limited, sem er dótturfélag Nysir UK. 

Í febrúar 2006 voru undirritaðir samningar um kaup á tveimur fasteignafélögum í
Danmörku, þ.e. Jehl ApS Tietgens Have og Jehl Aps Atrium Huset.  Um er að ræða
samtals 62 þús m2.  Tietgens Have leigir Danska skatt- og tollstofan en Atrium
Huset er leigt ýmsum fyrirtækjum. Um þessi kaup var stofnað móðurfélagið Nysir
Danmark Aps. 

Í mars 2006 voru undirritaðir samningar um tónlistar- og ráðstefnuhúsið og aðra
uppbyggingu við austurhöfnina í Reykjavík.  Nýsir er 50% eignaraðili að
Eignarhaldsfélaginu Portus ehf. sem er verkefnisfélag um tónlistar- og
ráðstefnuhúsið og að Situs ehf. sem er verkefnisfélag um aðra uppbyggingu á
svæðinu svo sem hótel, bílastæðakjallara, skrifstofubyggingar,
verslunarhúsnæði, íbúðarhúsnæði o.fl. Um er að ræða byggingar sem í heild eru
yfir 110 þús. m2.  Samstarfsaðili Nýsis hf. í þessu verkefni er Landsbankinn
fasteignafélag ehf. 

Í apríl 2006 gerði Nýsir hf. samning um kaup á Eignarhaldsfélaginu Mörkinni
ehf. sem er að byggja upp íbúðir fyrir eldri borgara að Suðurlandsbraut 58-62,
Reykjavík. 

Í lok september 2006 var gengið frá samningum um kaup Nysir UK Limited á 69%
hlutafjár í breska fasteignastjórnunarfélaginu Operon.  Félagið er með samninga
um rekstur opinberra bygginga víða í Bretlandi, t.d. skólar, sjúkrahús,
skrifstofur og rannsóknastofur. Velta félagsins nemur á yfirstandandi
fjárhagsári um 50 m GBP. 

Þann 15. desember 2006 voru tilkynntar í Ráðhúsi Aberdeen í Skotlandi við
formlega athöfn niðurstöður í útboði vegna einkaframkvæmdar á 10 skólum og 1
íþróttamiðstöð.  Verkkaupi er Aberdeenborg með fjárstuðningi skosku
heimastjórnarinnar í Edinborg en verksali samstarfshópurinn NYOP, sem er undir
forystu Nýsis hf.  Verkefnið felst í að byggja 7 nýja grunnskóla, endurbyggja 1
grunnskóla, byggja 2 nýja framhaldsskóla og að endurbyggja 1 íþróttamiðstöð. 
Áætlaður stofnkostnaður verkefnisins er um 15 milljarðar íslenskra króna. 
Skólarnir verða byggðir á árunum 2007-2009 og leigðir Aberdeenborg í 30 ár. 
Rekstur bygginganna verður í höndum verksala út samningstímann. Að
samningstímanum loknum eignast borgin mannvirkin. 

Á árinu 2006 keypti Nýsir þróunarfélag ehf. 82,7% hlut í Golf ehf. sem hyggst
reisa nýjan golfvöll á sandinum rétt austan við Þorlákshöfn.  Þá stofnaði Nýsir
hf. félagið Austurgötu ehf. með Fríkirkjusöfnuðinum í Hafnarfirði, sem hvor
aðili á til helminga.  Félagið er þróunarfélag um uppbyggingu byggingarreits
við Austurgötu í Hafnarfirði, neðan við Fríkirkjuna.  Þá gerðist félagið 50%
eignaraðili að Þróunarfélaginu Hvammi ehf. með Orkuveitu Reykjavíkur um
uppbyggingu Hvammsvíkur í Kjós. Einnig gerðist Nýsir þróunarfélag ehf. 25%
eignaraðili að Þurárhrauni ehf. Í eigu félagsins er einnig Viðskiptahöllin ehf.
sem mun byggja upp viðskiptahöll (Reykjavik World Trade Centre) á byggingarreit
við austurhöfnina í Reykjavík. 

Á árinu 2006 var tekin í notkun ný leikskólabygging á Sjálandi í Garðabæ og
nýtt skrifstofuhúsnæði fyrir félagið að Reykjavíkurvegi 74, Hafnarfirði. 

Breytingar á reikningsskilaaðferðum

Félagið hefur skuldabréf skráð í Kauphöll Íslands og er því skuldbundið
samkvæmt lögum um ársreikninga að taka upp alþjóðlega reikningsskilastaðla í
samstæðureikningsskilum sínum frá og með 1. janúar 2007.  Undirbúningur
félagsins vegna þess er hafinn en áætlað er er breytingar vegna þess á afkomu
og efnahag verði ekki verulegar þar sem félagið metur fjárfestingareignir sínar
á gangvirði með svipuðum hætti og heimilt er í alþjóðlegum reikningsskilastaðli
nr. 40 um fjárfestingareignir (IAS 40).  Framsetning reikningsskila mun hins
vegar að einhverju leyti breytast við upptöku alþjóðlegu staðlanna. 
Framtíðaráform

Félagið hefur tekist á hendur aukin verkefni á sviði einkaframkvæmdar,
fjárfestinga í fasteignum, fasteignastjórnunar og rekstrarverktöku, bæði
innanlands og erlendis. Starfsemi félagsins eflist mjög í Bretlandi og Danmörku
á starfsárinu.  Stefna stjórnenda félagsins er að auka enn frekar fjárfestingar
og umsvif félagsins erlendis. 

Innanlands verður stærsta verkefni félagsins á næstu árum uppbygging tónlistar-
og ráðstefnuhúss, hótels og fleiri mannvirkja við austurhöfnina í Reykjavík. 
Hafin er stækkun Egilshallar sem mun efla hana sem miðstöð íþrótta- og
afþreyingar fyrir norðurhluta höfuðborgarsvæðisins. Einnig er unnið að stóru
verkefni við uppbyggingu íbúða og þjónustukringlu fyrir aldraða að
Suðurlands¬braut 58-62. Erlendis verður stærsta verkefni félagsins á næstu 2-3
árum uppbygging 10 skóla í Aberdeen.  Þá eru í vinnslu stór
uppbyggingarverkefni á Möltu.  Unnið verður að öflun fleiri verkefna innanlands
og erlendis og gerðir hafa verið samningar um frekari fjárfestingar í
fasteignum og uppbyggingu á landi. 

Áætluð velta Nýsis hf og dótturfélaga á árinu 2007 mun verða 8,5-9,0 milljarðar
króna. 

Nánari upplýsingar veita Stefán Þórarinsson, stjórnarformaður og Sigfús
Jónsson, framkvæmdarstjóri félagsins í síma 540-6300.

Attachments

nysir samstuarsreikningur 2006.pdf nysir arsuppgjor.pdf