- Kynning á 3 mánaða uppgjöri 9. maí kl 8:30


Actavis mun birta afkomu sína á fyrsta ársfjórðungi 2007, þann 8. maí eftir
lokun markaðar. 
 
Kynningarfundur fyrir hluthafa og markaðsaðila verður haldinn á Hótel Nordica
þann 9. maí kl. 08:30. Þar munu Róbert Wessman, forstjóri, Sigurður Óli
Ólafsson, aðstoðarforstjóri og Mark Keatley framkvæmdastjóri fjármálasviðs,
kynna afkomu félagsins og svara spurningum. 
 
Hægt verður að nálgast kynningarefni frá fundinum á vefsvæði félagsins
www.actavis.com að honum loknum. 
 
 
Símafundur fyrir erlenda fjárfesta og greiningaraðila verður haldinn þann 9.
maí: 
 
Tímasetning:  13.30 GMT/ 14.30 BST/ 09.30 ET
Símanúmer (Bretland):	+ 44 (0)20 7806 1960
Símanúmer (Bandaríkin):	+ 1 718 354 1390
Lykilorð:	Actavis Q1 Results  
 
 
Kynningarefni fyrir símafundinn verður sett á vefsvæði félagsins klukkustund
áður en hann hefst. 
 
Hægt verður að nálgast upptöku af fundinum á vefsvæði félagsins að honum loknum.

Nánari upplýsingar veitir:
Halldór Kristmannsson
Innri og ytri samskipti
Sími 535 2325 / 840 3425
Póstfang: hkristmannsson@actavis.com   


Um Actavis
Actavis er alþjóðlegt lyfjafyrirtæki sem sérhæfir sig í þróun, framleiðslu og
sölu samheitalyfja. Hjá Actavis starfa meira en 11,000 manns í yfir 30 löndum.
Höfuðstöðvar félagsins eru á Íslandi en fyrirtækið rekur auk þess þróunarsetur
og verksmiðjur í Evrópu, Bandaríkjunum og Asíu.