- Stjórn Actavis metur væntanlegt yfirtökutilboð


Stjórn Actavis staðfestir að tilkynning um væntanlegt frjálst yfirtökutilboð
Novator, félags í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, stjórnarformanns Actavis
hefur nú verið tekið til skoðunar. Hluti af stjórn félagsins mun framkvæma
formlegt mat á tilboðinu þegar það hefur verið kynnt hluthöfum og hefur
stjórnarfundur nú þegar verið haldinn. 

Ákveðið hefur verið að leita til alþjóðlegs aðila um að gera faglegt og óháð
mat á tilboðinu, sem stjórnarmenn munu nýta til grundvallar í mati sínu til
hluthafa. Stefnt verður að því að matið verði unnið eins fljótt og kostur er,
eftir að hluthöfum hefur verið birt tilboð Novator og sú niðurstaða kynnt
hluthöfum. 

Stjórn Actavis skipa þeir Björgólfur Thor Björgolfsson, Sindri Sindrason,
Magnús Þorsteinsson, Andri Sveinsson og Róbert Wessman. Baldur Guðnason er
varamaður. Björgólfur Thor Björgólfsson stjórnarformaður, Andri Sveinsson og
Róbert Wessman hafa óskað eftir því að taka ekki þátt í því mati sem stjórnin
mun gera á tilboðinu og Baldur Guðnason, skipaður varamaður, hefur nú tekið
sæti í stjórninni. Þeir stjórnarmenn sem munu því fjalla um málið og taka
afstöðu til þess, eru Sindri Sindrason, Magnús Þorsteinsson og Baldur Guðnason. 

Frekari upplýsingar veitir
 
Halldor Kristmannsson
Innri og ytri samskipti
Sími: 550 3300 / 840 3425
hkristmannsson@actavis.com