- 3 mánaða uppgjör 2007


Góður ársfjórðungur hjá Icebank:

Hagnaður eftir skatta hækkaði um 280% milli ára


Reykjavík, 15. maí 2007

Icebank hf. hagnaðist um 1.798 m.kr. eftir skatta á fyrsta ársfjórðungi 2007
borið saman við 473 m.kr. samkvæmt inn¬anhússuppgjöri fyrir sama tímabil í
fyrra. Hækkunin samsvarar 280%. Hagnaður á hlut þrefaldaðist og nam 2,4 kr.
borið saman við 0,8 kr. á sama tíma í fyrra. Arðsemi eigin fjár á
ársfjórðungnum nam 55,7% miðað við heilt ár í samanburði við 31,7% á sama tíma
í fyrra sem er ein mesta arðsemi meðal innlendra og erlendra
fjármálafyrirtækja. Virðisrýrnun útlána nam aðeins 14 m.kr. sem sýnir betur en
margt annað gæðin í útlánasafni bankans. 

Bankinn birtir nú í fyrsta sinn árs¬fjórð¬ungs¬upp¬gjör. Er birting þess einn
liður í því að búa bankann undir skráningu í kauphöll. Uppgjörið er unnið
samkvæmt alþjóðlegum reikningsskilastöðlum (IFRS). 

Hreinar vaxtatekjur námu 507 m.kr. en voru 241 m.kr. á sama tímabili í fyrra
sem er 110% hækkun. Til samanburðar námu hreinar vaxtatekjur 1.254 m.kr. fyrir
allt árið 2006. Heildarvaxtamunur nam 2,1% á tímabilinu samanborið við 1,8%
fyrir allt árið 2006. Aukning hreinna vaxtatekna og hækkun vaxtamunar eru í
samræmi við áætlanir ársins og eru til marks um síbatnandi afkomu af
lánastarfsemi bankans. 

Hreinar rekstrartekjur ársfjórðungsins námu 1.891 m.kr. en voru 483 m.kr. á
sama tímabili í fyrra. Þetta er aukning um 291%. Hér munar mest um gengishagnað
af eignarhlut bankans í Exista. Bankinn seldi fjórðung af eign sinni í Exista
undir lok ársfjórðungsins (94 m.kr. að nafnverði) og innleysti við það hagnað
að fjárhæð rúmlega 500 m.kr. Til viðbótar kemur óinnleystur gengishagnaður af
eignarhlutanum sem eftir situr. 

Laun, launatengd gjöld og annar rekstrarkostnaður bankans nam 250 m.kr. á
ársfjórðungnum en var 167 m.kr. á sama tímabili í fyrra. Þessi 50% hækkun er í
samræmi við áætlanir og skýrist af fjölgun starfsfólks, auknum kostnaði við
upplýsingatækni og auknum umsvifum á öllum sviðum í starfsemi bankans. 

Heildareignir námu 116 ma.kr. í lok ársfjórðungsins en voru 87 ma.kr. í árslok
2006. Þetta er þriðjungshækkun. Munar þar mest um aukningu á
endur¬kaupa¬samn¬ing¬um við lánastofnanir. Útlán til viðskiptavina jukust um
2,3 ma.kr. á tímabilinu og námu 33,9 ma.kr. í lok þess. 

Eiginfjárhlutfall (CAD) var 19,2% í lok ársfjórðungsins en það var 17,0% í
árslok 2006. Hér er tvennt sem togast á. Stækkun á efnahagsreikningi bankans
veldur lækkun eiginfjárhlutfallsins en hagnaður tímabilsins og salan á hlutum í
Exista valda hækkun. Bókfært eigið fé bankans nam 13,8 ma.kr. í lok
ársfjórðungsins en var 12,0 ma.kr. í árslok 2006. Í mars voru gefnir út
jöfnunarhlutir til núverandi hluthafa og við það hækkaði útgefið hlutafé úr 691
m.kr. í 1.141 m.kr. 

Finnur Sveinbjörnsson bankastjóri:
„Nýliðinn ársfjórðungur var mjög góður. Afkoma bankans var góð, bjartsýni og
sóknarhugur ríkir meðal starfsfólks og vinna við að innleiða nýja framtíðarsýn
gengur vel. Eiginfjárstaða bankans er sterkari en nokkru sinni fyrr og gefur
svigrúm til vaxtar. Nýlega var undirritaður samningur um langstærsta
sambankalán bankans erlendis að fjárhæð 217,5 milljónir evra og með þátttöku 34
evrópskra banka. Þá var í síðasta mánuði ákveðið að flytja höfuðstöðvar bankans
í glæsilegt nýtt húsnæði á Höfðatorgi sem verður tilbúið í ársbyrjun 2009. Við
í bankanum horfum því fram á veginn full tilhlökkunar.“ 

Nálgast má uppgjörið í heild sinni á www.icebank.is eða á www.omx.is.

Frekari upplýsingar veita:
Finnur Sveinbjörnsson bankastjóri, finnur@icebank.is, sími 540 4000.
Hafdís Karlsdóttir framkvæmdastjóri, hafdis@icebank.is, sími 540 4000.

Attachments

arshlutareikningur 31.03.07-enska.pdf arshlutareikningur 31 03 07.pdf