- Birting yfirtökutilboðs Novator til hluthafa Actavis


Actavis staðfestir að félaginu hefur borist formlegt frjálst yfirtökutilboð frá
Novator, félags í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, stjórnarformanns
Actavis. Tilboðið er til hluthafa A hlutabréfa í félaginu og hefur nú verið
birt í Kauphöll Íslands. 

Tilboðið er lagt fram í evrum og hljóðar upp á 0,98 evrur á hlut í reiðufé (sem
jafngildir 85,23 krónum á hlut, miðað við opinbert viðmiðunargengi Seðlabanka
Íslands þann 9. maí sl.). 

Óháður matsaðili hefur verið tilnefndur sem mun gera faglegt mat á tilboðinu,
sem stjórn félagsins mun síðan nýta til grundvallar í áliti sínu til hluthafa.
Álit stjórnarinnar verður birt eigi síðar en þann 8. júní nk. og ráðleggur hún
hluthöfum að halda að sér höndum þar til það liggur fyrir. 

Þeir stjórnarmenn sem munu fjalla um málið og taka afstöðu til þess, eru Sindri
Sindrason, Magnús Þorsteinsson og Baldur Guðnason. 


Tilboðið má finna á heimasíðu félagsins www.actavis.com.


Frekari upplýsingar veitir
 
Halldor Kristmannsson
Innri og ytri samskipti
Sími: 550 3300 / 840 3425
hkristmannsson@actavis.com