2007


2. ársfjórðungur 2007:

•  Tekjur námu USD 8,9 milljónum á öðrum ársfjórðungi sem er 11,6% aukning miðað
   við sama tímabil fyrra árs. 

•  Tekjur námu USD 16,1 milljón á fyrstu 6 mánuðum ársins sem er 4,8% aukning í
   samanburði við sama tímabil fyrra árs.
 
•  EBITDA framlegð nam USD 303 þúsund á öðrum ársfjórðungi samanborðið við USD
   196 þúsund á öðrum fjórðungi 2006.
 
•  Rekstrarkostnaður nam USD 5,5 milljónum á öðrum ársfjórðungi í samanburði við
   USD 4,9 milljónir á sama tímabili fyrra árs. 

•  Tap fyrir skatta nam USD 176 þúsund á öðrum fjórðungi 2007 í samanburði við
   tap er nam USD 532 þúsund á öðrum fjórðungi 2006.


Helstu niðurstöður 2. ársfjórðungs 2007

Eftirspurn eftir þjónustu SleepTech hélt áfram að vera sterk í Norðaustur
Bandaríkjunum. Nokkrir samningar SleepTech við sjúkrahús hafa verið
endurnýjaðir á tímabilinu og fyrirtækið heldur áfram að vera einn stærsti
veitandi þjónustu á sviði svefnmælinga á Tri-State svæðinu. Nýtt markaðsstarf
sem tilkynnt var um á fyrsta fjórðungi hefur borið góðan árangur og fyrirtækið
hefur þegar hafið samstarf við sérfræðinga á markaðnum til að útvega samninga
við svefnmælingastofur utan Tri-State svæðisins og árangurs af þessu starfi er
vænst á þriðja ársfjórðungi. 

Embla vinnur nú að því að tryggja samband sitt við viðskiptavini og dreifiaðila
um allan heim með því að innleiða samhæfða vörustjórnun og áframhaldandi
aukningu í hagkvæmni og skilvirkni.  Í Bandaríkjunum er þess vænst að ný
reglugerð líti dagsins ljós í september 2007 og gerir félagið ráð fyrir að það
muni opna ný tækifæri. Félagið trúir því að ný reglugerð ásamt því að Embletta
var valin af yfirvöldum “American Academy of Sleep Medicine” til að vera
staðall fyrir rannsóknir þeirra á gagnsemi heimamælinga við svefnrannsóknir
muni opna nýjan markað fyrir Embletta í Bandaríkjunum. Til að nýta þetta
tækifæri leitar félagið nú að dreifingaraðila fyrir vörueininguna og þess er
vænst að samningur við þriðja aðila verði staðfestur í náinni framtíð. Embletta
er nú talin vera ,,viðmiðunarstaðall” tækja til heimamælinga á Evrópumarkaðnum
og hentar einstaklega vel að væntanlegu endurgreiðslukerfi í Bandaríkjunum.
Embla heldur áfram að leita að vaxtartækifærum á öllum mörkuðum sínum í
heiminum. 

Rekstur 2. ársfjórðungs 2007

Tekjur Flögu Group á  öðrum ársfjórðungi 2007 námu USD 8,9 milljónum sem er
11,6% vöxtur í samanburði við 2. ársfjórðung 2006. Framlegð rekstrartekna var
61% í samanburði 59% á sama tímabili fyrra árs. 

EBITDA framlegð á öðrum ársfjórðungi 2007 nam USD 303 þúsund eða 3% samanborið
við EBITDA framlegð fyrir kostnað vegna skipulagsbreytinga 196 þúsund eða 2% á
öðrum ársfjórðungi 2006. 

Tap fyrir skatta nam USD 176 þúsund á fjórðungnum í samanburði við tap er nam
USD 532 þúsund fyrir sama tímabil fyrra árs. 

Efnahagsreikningur

Heildareignir þann 30. júní 2007 námu USD 60,8 milljón, sem er lækkun um USD
1,3 milljónir frá ársbyrjun.
 
Reiknuð skattinneign var eignfærð og nam USD 4,2 milljónum í lok annars
ársfjórðungs 2007. 

Eigið fé nam USD 39,2 milljónum þann 30. júní, samanborið við USD 40,2 milljón
í ársbyrjun. Eiginfjárhlutfallið var 64% í samanburði við 65% í árslok 2006. 
Sjóðsstreymi

Veltufé frá rekstri var neikvætt um USD 464 þúsund fyrstu sex mánuði ársins
samanborið við neikvætt veltufé um USD 579 þúsund árið á undan. 

Framtíðarhorfur

Hörð samkeppni og sveiflur einkenna sem fyrr markaðinn fyrir
svefngreiningarvörur.  Félagið býst við að bæta samkepnnisstöðu sína á
Bandaríkjamarkaði í kjölfar væntanlegrar nýrrar reglugerðar er heimilar
greiðslur fyrir heimamælingar.  Fyrirtækið mun einnig halda áfram að byggja upp
samband sitt við dreifiaðila Emblu um allan heim til að auka sölu félagsins og
tryggja stöðu sína sem ,,viðmiðunarstaðall” fyrir svefngreiningartæki. 
Félagið mun styðja við vöxt SleepTech utan Tri-State svæðisins með
árangursríkri innleiðingu agaðra staðla fyrirtækisins ásamt því að hverfa frá
þeirri stefnu að þjónusta einungis sjúkrahús að uppbyggingu beins samstarfs við
sérfræðinga með eigin stofur. 

Sveiflur eru áfram fyrirsjáanlegar í náinni framtíð félagsins en það er
staðföst trú yfirstjórnar Flögu Group að langtímahorfur félagsins séu traustar.
Þess er jafnframt vænst að markmiðum þessa árs verði náð og að langtíma
rekstrarárangur félagsins verði jákvæður. 

Frekari upplýsingar veitir:	David Baker, forstjóri Flögu Group hf., í síma +1
480 236 4705

Attachments

flaga - 06 2007.pdf flaga - frettatilkynning.pdf