2007


Hagnaður 2.409,8 millj. kr. - Arðsemi eigin fjár á ársgrundvelli 89,5%

Sparisjóður Mýrasýslu byggir árshlutareikning sinn í fyrsta sinn á alþjóðlegum
reikningsskilastöðlum, IFRS. Með innleiðingu staðlana jókst eigið fé
sparisjóðsins 1.836,7 millj. kr. Samanburðarfjárhæðum vegna fyrra árs hefur
verið breytt í samræmi við IFRS og verður fjallað nánar um árhif
innleiðingarinnar hér að neðan. 

Helstu tölur úr árshlutauppgjöri og aðrar upplýsingar um rekstur fyrstu 6
mánuði ársins. 

Rekstur samstæðunnar

  Samstæðan skilaði 2.899,7 millj. kr. hagnaði fyrir skatta fyrstu sex mánuði
   ársins miðað við 1.099,7 millj. kr. fyrir sama tímabil árið 2005. Að teknu
   tilliti til reiknaðra skatta er hagnaður samstæðunnar 2.409,8 millj. kr.
   samanborið við 921,0 millj. kr. fyrri hluta ársins 2005. Aukning á hagnaði
   milli tímabila er 161,6% 

  Vaxtatekjur námu 1.941,0 millj. kr. fyrstu sex mánuði ársins 2007 en það er
   17,4% hækkun frá sama tímabili ársins 2006. 

  Vaxtagjöld hækkuðu um 17,0% frá fyrri hluta ársins 2006 og námu 1.552,6
   millj. kr. fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2007. 

  Hreinar vaxtatekjur námu 388,4 millj. kr. fyrstu sex mánuði ársins 2007 sem
   er 18,8% hækkun frá sama tímabili ársins 2006. 

  Hreinar rekstrartekjur voru 3.042,4 millj. kr. á móti 1.196,0 millj. kr.
   fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2006. Hreinar rekstrartekjur hafa hækkað um
   154,4% frá fyrri hluta ársins 2006.
 
  Framlag í afskriftarreikning útlána nam 142,7 millj. kr. á fyrri helming
   ársins 2007 en var 96,3 millj. kr. fyrir sama tímabil árið 2006. 

  Rekstrargjöld sparisjóðsins voru 564,5 millj. kr. á fyrri hluta ársins en
   voru 395,6 millj. kr. fyrir sama tímabil árið 2006.
 
  Rekstrarkostnaður sem hlutfall af hreinum rekstrartekjum er 15,7% miðað við
   24,9% fyrir fyrri hluta ársins 2006. Rekstrarkostnaður sem hlutfall af eignum
   er nú 1,3% en var 1,1% fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2006. 


Efnahagur og eigið fé samstæðunnar

  Heildareignir samstæðunnar eru 42.585,1 millj. kr. 30. júní 2007 miðað við
   36.384,0 millj. kr. í lok árs 2006, hafa þær vaxið um 17,0% fyrstu sex mánuði
   ársins 2007.
 
  Útlán samstæðunnar hafa aukist um 12,9% á árinu og nema þau 30.176,2 millj.
   kr. 30. júní 2007. 

  Innlán samstæðunnar hafa aukist um 10,4% fyrstu sex mánuði ársins og nema
   15.938,9 millj. kr. 30. júní 2007.
 
  Eigið fé Sparisjóðs Mýrasýslu var 7.787,1 millj. kr. 30. júní 2007 en var
   5.380,5 millj. kr. í árslok 2006, þar af er hlutdeild minnihluta 54,0.
   Aukningin er 44,7%. Arðsemi eiginfjár er 89,5% á ársgrundvelli. 

  Eiginfjárhlutfall samstæðunnar samkvæmt CAD-reglum er 11,1% þann 30. júní
   2007. 
 
  Sparisjóður Mýrasýslu á 54% hlut í Premium Group hf.. Sá eignarhlutur kom inn
   í efnahagsreikning samstæðunnar í árslok 2006 og kemur í fyrsta sinn fram í
   rekstrarreikningi samstæðunnar  30. júní 2007. 

Reikningsskilaaðferðir 

  Sparisjóður Mýrasýslu beitti nú í fyrsta sinn nýjum alþjóðlegum
   reikningsskilaaðferðum IFRS á árshlutareikning sinn. Með innleiðingu þeirra
   eru gerðar breytingar á mati eigna og skulda sem og framsetningu þeirra. 
 
  Árshlutareikningurinn er gerður í samræmi við þær reikningsskilaaðferðir sem
   sjá má í skýringum árshlutareikningsins um reikningsskilaaðferðir.
   Samanburðarfjárhæðir fyrir árið 2006 eru leiðréttar með tilliti til þessara
   reikningsskilaaðferða sem og opnunarefnahagsreikningur 1. janúar 2006. En
   áður hafði sparisjóðurinn birt uppgjör sitt samkvæmt íslenskum
   reikningsskilavenjum IS-GAAP. Ekki er um verulegar breytingar á sjóðstreymi 
   samstæðunnar samkvæmt IFRS miðað við hvernig það var áður samkvæmt IS-GAAP. 

  Heildaráhrif innleiðingarinnar á eigið fé er að það hækkar um 1.836,7 millj.
   kr. 

  Við mat á eignum og skuldum urðu þessar breytingar helstar í árslok 2006. 

  Sparisjóðurinn mun meta öll hlutabréf sín í óskráðum félögum á áætluðu
   gangvirði í stað kaupverðs eða markaðsverðs ef það er áætlað lægra en
   kaupverðið. Þessar breytingar leiða til gengishagnaðar sem færður er í
   rekstrarreikning. Þessi breyting leiðir til aukningar á eigin fé um 2.448
   millj. kr.
 
  Vegna yfirfærslu í IFRS, hækkar tekjuskattskuldbinding sparisjóðsins um 393
   millj. kr. og lækkar eigið fé um sömu fjárhæð. 

  Lántökugjöld tekju/gjaldfærast á líftíma útlána í stað þess að vera færð sem
   tekjur/gjöld þegar til þeirra er stofnað. Vegna þessa lækka vaxtatekjur
   samstæðunnar til skamms tíma, en langtímaáhrif eru óveruleg. Áhrif á eigið fé
   vegna þessarar breytingar er lækkun um 135 millj. kr. 

  Samkvæmt IAS 39 hefur sparisjóðurinn framkvæmt virðisrýrnunarpróf á útlánum
   og leiddi það til lækkunar á eigin fé um 55 millj. kr. Samkvæmt IAS 39 ber
   sparisjóðnum að yfirfara öll útlán til að ganga úr skugga um hvort þar sé að
   finna vísbendingar um virðisrýrnun sem getur haft áhrif á vænt fjárstreymi af
   útlánum. Útlán verður að færa niður í núvirði vænts fjárstreymis. 

  Lífeyrisskuldbinding er nú reiknuð miðað við 2,0% vexti í stað 3,0%. Þessi
   breyting lækkar eigið fé um 48 millj. kr. 

  Viðskiptavild er ekki lengur afskrifuð. Í stað þess er virði viðskiptavildar
   prófað árlega vegna virðisrýrnunar. Afskrift viðskiptavildar vegna 2006 var
   bakfærð og áhrif á hagnað fyrir árið var 17 millj. kr. Við innleiðingu IFRS
   1. janúar 2006 lækkaði eigið fé um 27 millj. kr. vegna virðisrýrnunar á
   viðskiptavild fyrri ára.

Attachments

spm - lykiltolur_300607.xls arshlutareikn  spm ifrs 300607.pdf