- Birting óendurskoðaðs uppgjörs fyrir fyrstu 8 mánuðina ársins 2007


SPRON hefur óskað eftir skráningu í OMX Nordic Exchange Iceland næstkomandi
þriðjudag 23. október.  Í tengslum við skráningu eru birtar helstu niðurstöður
uppgjörs fyrir fyrstu 8 mánuði ársins og þróunina í september og það sem af er
október. Uppgjörið er óendurskoðað. Helstu niðurstöður eru eftirfarandi: 

• Afkoma SPRON fyrstu 8 mánuði 2007 
     • Hagnaður fyrir skatta 12,2 milljarðar kr.
     • Innlán 68,7 milljarðar kr.
     • Útlán til viðskiptamanna 142,1 milljarðar kr.
     • Heildareignir 211,8 milljarðar kr.

• Þróun í september 
     • Verðbólga aukist
     • Grunnstarfsemi SPRON hefur styrkst í þessum aðstæðum
     • Miklar sveiflur á fjármálamarkaði
     • Horfur eru á að niðurstöður 9 mánaða uppgjörs verði heldur lakari en á
       miðju ári

• Þróun sem af er október 
     • Áfram sveiflur á fjármálamarkaði 
     • Verðbólga að aukast á ársgrundvelli
     • Sala á hlut SPRON í Icebank

• Áhrif af sölu SPRON í Icebank
     • Söluhagnaður 3,3 milljarðar kr.
     • Markaðsvirði 4% eignahlutar hækkar um 0,6 milljarða kr.
     • Skattskuldbinding hækkar um 0,7 milljarð kr. 
     • Nettó áhrif á rekstur 3,2 milljarða kr. tekjur



Frekari upplýsingar veitir:

Guðmundur Hauksson forstjóri
S: 550 1200