Ársreikningur Kögunar fyrir árið 2007


Uppgjör Kögunar ehf. fyrir tímabilið janúar til desember 2007.         

  EBITDA samstæðunnar er 1.080 mkr eða 11,9% og hagnaður eftir skatta 645 mkr.  


Stjórn Kögunar ehf. (ICEX: KOGN) samþykkti á fundi þann 31. janúar 2008         
ársreikning félagsins fyrir tímabilið 1. janúar - 31. desember 2007.            
Reikningurinn hefur að geyma samstæðureikning félagsins og dótturfélaga þess,   
Skýrr ehf., EJS ehf og Eskil ehf.                                               

Helstu atriði:                                                                  
Rekstrartekjur jukust um 1.747 mkr. eða 24% frá árinu 2006. 

Innn ehf. bætist við samstæðuna þann 1. september 2007 og var í kjölfarið 
sameinað Eskli ehf. 
                                                            
EBITDA af reglubundinni starfsemi er 1.080 mkr. og eykst um 209 mkr. eða 24%
á milli ára. 

Innri vöxtur í veltu samstæðunnar nam 15% á milli ára 

Innri vöxtur EBITDA nam 18% á milli ára. 

Framlegð jókst um 438 mkr eða 25% frá árinu 2006 og var nokkuð umfram
áætlanir. 

Hagnaður samstæðunnar fyrir skatta er 837 mkr, hagnaður eftir skatta er 645
mkr. 

Í ofangreindum samanburði hefur verið tekið tillit til aflagðrar starfsemi í    
kjölfar breytinga á samstæðu Kögunar í árslok 2006.                             

Um uppgjörið:                                                                   
Rekstur Kögunarsamstæðunnar á árinu 2007 hefur gengið vel og er afkoma nær allra
fyrirtækja innan samstæðunnar yfir áætlunum. Mikil eftirspurn hefur verið eftir 
þeirri þjónustu sem samstæðan veitir ásamt því að gengið hefur verið frá        
framlengingu á nokkrum stórum samningum á árinu og nýir sigrar unnist. Unnið    
hefur verið að frekari samþættingu og hagræðingu og hefur margt áunnist í þeim  
efnum þó enn séu tækifæri til að gera enn betur.  Stjórnendur Kögunar ehf eru   
mjög ánægðir með uppgjörið og bjartsýnir á að rekstur samstæðunnar gangi vel á  
komandi ári.                                                                    

Rekstur dótturfélaga                                                            
Samstæða Kögunar hf. samanstendur í dag af fjórum félögum þ.e. Kögun ehf., Skýrr
ehf., EJS, ehf, og Eskli ehf. Á síðasta ári, og á árinu 2007, hafa þær          
breytingar orðið helstar að Verk- og kerfisfræðistofan hf. og Kögurnes hf. hafa 
sameinast Kögun ehf. Skýrr ehf og Teymi ehf sameinuðust á síðasta ári. EJS ehf. 
færðist úr því að vera dótturfélag Skýrr ehf yfir í dótturfélag Kögunar ehf og  
Eskill ehf færðist úr því að vera dótturfélag EJS ehf. yfir í að vera           
dótturfélag Kögunar ehf. Innn ehf. sem var keypt í september var sameinað Eskli 
ehf. frá og með 1. september 2007. Með þessum breytingum, og tilfærslum         
ákveðinna verkefna, hefur verið skerpt á áherslum einstakra félaga innan        
samstæðunnar og samlegð í rekstri og verkefnavinnslu aukin til muna.  Kögun ehf.
er hluti af samstæðu Teymis hf. sem er skráð í Kauphöll Íslands (ICEX:TEYMI).   

Framtíðarhorfur                                                                 
Eins og fram hefur komið að ofan þá hefur samstæða Kögunar ehf. breyst          
umtalsvert á síðastu tveimur árum. Kögun ehf. er nú hluti af Teymi hf. sem er   
öflugasta fjarskipta- og upplýsingatæknifyrirtæki landsins. Hlutverk Kögunar í  
þeirri samstæðu er að vaxa markvisst á innanlandsmarkaði og styrkja enn frekar  
stöðu sína og dótturfélaga sem leiðandi fyrirtækja á upplýsingatæknimarkaði.    
Heildarfjöldi starfsmanna innan samstæðu Kögunar ehf. var um síðustu áramót     
ríflega 500 manns og hefur fjöldi starfsmanna vaxið nokkuð á síðustu mánuðum.   
Verkefnastaða allra félaganna er góð og árið 2008 fer vel af stað.              


Nánari upplýsingar um uppgjörið veita:                                          
Bjarni Birgisson, forstjóri         sími 898-2008             
Jóhann Þór Jónsson, fjármálastjóri	  sími 861-7221

Attachments

frettatilkynning jan-des 2007.pdf kogun ehf - arsreikningur 2007 enska.pdf