2007


1.204 milljónir kr. hagnaður hjá Frjálsa - Arðsemi eigin fjár 26%

Samkvæmt ársreikningi Frjálsa fjárfestingarbankans hf. fyrir árið 2007, nam
hagnaður bankans 1.204 millj. kr. eftir skatta, samanborið við 694 millj. kr.
árið 2006. Hagnaður jókst um 74% á milli ára. Arðsemi eigin fjár var 26% fyrir
árið 2007. Hagnaður fyrir skatta nam 1.468 millj. kr., reiknaður tekjuskattur
264 millj. kr. 

Ársreikningurinn er gerður í samræmi við alþjóðlegar reglur um gerð
samstæðureikningsskila (IFRS). 

Hreinar vaxtatekjur námu 798 millj. kr. á árinu, samanborið við 827 millj. kr.
á árinu 2006, og hafa því lækkað lítillega á milli ára. Vaxtamunur var 1,3% á
árinu 2007 samanborið við 1,8% vaxtamun á árinu 2006. 

Þjónustutekjur hækkuðu um 51% frá árinu 2006 og námu alls 155 millj. króna.
Aðrar rekstrartekjur námu alls 1.137 millj. kr. og hækkuðu um 174% frá árinu
2006. Mikil hækkun á hreinum tekjum af fjáreignum er helsta ástæða hækkunar á
öðrum rekstrartekjum. 

Kostnaðarhlutfall Frjálsa var rúm 24% á árinu 2007 og lækkar úr 33% frá árinu á
undan. Önnur rekstrargjöld námu alls 511 millj. kr. samanborið við 437 millj.
kr. á árinu 2006, sem er um 17% hækkun á milli ára. 

Niðurstaða efnahagsreiknings var 70.492 millj. kr. í lok árs 2007 og hefur
hækkað um 27% frá áramótum. Heildarútlán námu alls 63.762 millj. kr. í lok árs
2007 og  hækkuðu því útlán bankans um 20% frá áramótum. 

Virðisrýrnun útlána nam 111 millj. kr. á árinu 2007, samanborið við 64 millj.
kr. á árinu 2006. Endanleg töpuð útlán námu 54 millj. kr. á árinu 2007.
Vanskil, sem hlutfall af heildarútlánum, námu 0,30% í árslok  2007. Á
afskriftareikningi útlána í lok árs 2007, voru 390 millj. kr., sem er 0,6% 
hlutfall af heildarútlánum. 

Eigið fé í lok árs 2007 nam 5.823 millj. kr. og hefur hækkað um 26% frá
áramótum. 

Eiginfjárhlutfall (CAD) bankans í lok árs 2007 var 13,4% en var 13,3% í lok árs
2006. 

Kristinn Bjarnason, framkvæmdastjóri Frjálsa fjárfestingarbankans: ”Árið 2007
var mjög hagfelt fyrir Frjálsa. Metafkoma þriðja árið í röð, hagnaður ársins
rúmur 1,2 milljarður króna. Allir grunnþættir bankans gengu vel, vanskil eru
lág og útlánasafnið traust, en 99% af útlánum bankans eru tryggð með
fasteignaveði. Á árinu var unnið við að styrkja enn frekar undirstöður í
rekstri bankans en stefnt er að frekari stækkun efnahagsreiknings á næstu árum
og að fjölþættari tekjugrunni.” 

Kristinn Bjarnason 
framkvæmdastjóri

Attachments

frjalsi - lykiltolur 12 2007.pdf arsreikningur frjalsa 31 12 2007.pdf