Aðalfundur haldinn miðvikudaginn 27. febrúar 2008


Aðalfundur Teymis hf. 27. febrúar 2008

Stjórn Teymis hf. boðar til aðalfundar félagsins miðvikudaginn 27. febrúar kl.
8:30 á skrifstofu félagins að Suðurlandsbraut 18, Reykjavík.
 
Á dagskrá fundarins verða eftirfarandi mál;
1. Skýrsla stjórnar félagsins um starfsemi þess síðastliðið starfsár. 
2. Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár ásamt endurskoðunarskýrslu
lagður fram til staðfestingar. 
3. Ákvörðun um greiðslu arðs.
4. Kosning stjórnar.
5. Kosning endurskoðunarfélags.
6.  Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna fyrir næsta kjörtímabil. 
7. Tillögur til breytingar á samþykktum:
a. Heimilisfang félagins 
b.Tillaga um heimild til handa stjórn félagins til hækkunar hlutafjár um allt
að kr. 150.000.000 
c. Ákvæði um dagskrá aðalfundar
8. Tillaga um starfskjarastefnu fyrir næsta starfsár.
9. Tillaga um heimild stjórnar til kaupa á eigin bréfum. 
10. Önnur mál löglega fram borin. 

Hluthöfum er sérstaklega bent á að þeir sem hyggjast gefa kost á sér til setu í
stjórn skulu tilkynna það skriflega til stjórnar félagsins að minnsta kosti
fimm sólarhringum fyrir upphaf aðalfundar. Þeir einir eru kjörgengir sem þannig
hafa gefið kost á sér. 

Tillögur frá hluthöfum sem bera á upp á aðalfundi skulu vera komnar í hendur
stjórnarinnar eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund. 
Dagskrá, endanlegar tillögur og ársreikningur félagsins, ásamt skýrslu
endurskoðenda, munu verða hluthöfum til sýnis á skrifstofu félagsins viku fyrir
aðalfund. 
Atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhentir á fundarstað frá kl. 8:00.

Attachments

tillogur_dagskra_08_fin.pdf