Leiðrétting - Aðalfundur haldinn miðvikudaginn 27. febrúar 2008, birt 18. febrúar 2008 16:48:04 CET


Frétt leiðrétt: Dagskrárliður 3 var leiðréttur.


Aðalfundur Teymis hf. 
27. febrúar 2008

Stjórn Teymis hf. boðar til aðalfundar félagsins miðvikudaginn 27. febrúar kl.
8:30 á skrifstofu félagins að Suðurlandsbraut 18, Reykjavík.
 
 Á dagskrá fundarins verða eftirfarandi mál;

1.  Skýrsla stjórnar félagsins um starfsemi þess síðastliðið starfsár. 
2.  Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár ásamt endurskoðunarskýrslu
    lagður fram til staðfestingar. 
3.  Ákvörðun um greiðslu arðs.
4.  Kosning stjórnar.
5.  Kosning endurskoðunarfélags.
6.  Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna fyrir næsta kjörtímabil. 
7.  Tillögur til breytingar á samþykktum:
    a. Heimilisfang félagins 
    b. Tillaga um heimild til handa stjórn félagins til hækkunar hlutafjár um
       allt að kr. 150.000.000 
    c. Ákvæði um dagskrá aðalfundar
8.  Tillaga um starfskjarastefnu fyrir næsta starfsár.
9.  Tillaga um heimild stjórnar til kaupa á eigin bréfum. 
10. Önnur mál löglega fram borin. 

Hluthöfum er sérstaklega bent á að þeir sem hyggjast gefa kost á sér til setu í
stjórn skulu tilkynna það skriflega til stjórnar félagsins að minnsta kosti
fimm sólarhringum fyrir upphaf aðalfundar. Þeir einir eru kjörgengir sem þannig
hafa gefið kost á sér. 

Tillögur frá hluthöfum sem bera á upp á aðalfundi skulu vera komnar í hendur
stjórnarinnar eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund. 

Dagskrá, endanlegar tillögur og ársreikningur félagsins, ásamt skýrslu
endurskoðenda, munu verða hluthöfum til sýnis á skrifstofu félagsins viku fyrir
aðalfund. 

Atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhentir á fundarstað frá kl. 8:00.

Tillögur samkvæmt dagskrá aðalfundar Teymis hf., 27. febrúar 2008.

Dagskrárliður 3.

Stjórn Teymis leggur til við aðalfund félagsins að greiddur verði út arður sem
samsvarar 10% af hlutafé félagsins eða kr. 0,10 á hlut. Arðleysisdagur er 28.
febrúar  2008 og arðsréttindadagur 3. mars 2008. Lagt er til að arður án vaxta
verði greiddur hluthöfum 14. mars 2008. Því sem eftir stendur af hagnaði
ársins, skal ráðstafað til hækkunar á eigin fé Teymis hf. 

Dagskrárliður 4.

Dagskrárliður kynntur af fundarstjóra. 

Dagskrárliður 5.

Stjórn Teymis leggur til við aðalfund félagsins að KPMG Endurskoðun hf. verði
kjörið endurskoðunarfélag Teymis hf. 

Dagskrárliður 6.

Stjórn Teymis leggur til við aðalfund félagsins haldinn 27. febrúar 2008 að
laun stjórnarmanna verði óbreytt frá síðasta starfsári. Þóknun fyrir næsta
starfsár verði kr. 100.000 á mánuði og tvöfalt hærri fyrir stjórnarformann.
Varamenn í stjórn munu fá kr. 50.000 fyrir hvern fund sem þeir sitja. Varamenn
fá þó að lágmarki greiddar kr. 100.000 á ári og að hámarki kr. 1.200.000 á ári. 
_____________________________________________________________________________
Dagskrárliður 7. 

Stjórn Teymis hf. leggur til við aðalfund félagsins að eftirfarandi tillögur
til breytinga á samþykktum félagsins. 

   a.	Að gr. 1.03. orðist svo:

“Heimili félagsins er að Suðurlandsbraut 18, Reykjavík.”

   b.	Að gr. 2.01.2 orðist svo:

“Stjórn félagsins er heimilt að hækka hlutafé félagsins um allt að kr.
150.000.000 (krónur hundrað og fimmtíu milljónir).  Heimildin gildir í 18
mánuði frá samþykkt hennar á hluthafafundi. Hluthafar falla frá forgangsrétti
sínum til áskriftar skv. 34. gr. laga nr. 2/1995, um hlutafélög. Þessir nýju
hlutir skulu vera í sama flokki og með sömu réttindi og aðrir hlutir í
félaginu. Þeir skulu veita réttindi í félaginu frá skrásetningardegi
hlutafjárhækkunarinnar. 

Stjórn félagsins skal annast nánari útfærslu á hækkuninni m.t.t. verðs og
greiðsluskilmála.” 

  c.	Að gr. 4.03.1. verði breytt þannig að 8. tl. hljóði svo:  

“Starfskjarastefna félagins”

Við gr. 4.03.1 bætist nýr tl. svohljóðandi:

“Önnur mál löglega borin fram”.

   d.	Að við 4. gr. bætist nýtt ákvæði 4.11. svohljóðandi:

“Stjórn félagsins er heimilt að ákveða að hluthafar geti tekið þátt í
fundarstörfum hluthafafunda með rafrænum hætti án þess að vera á fundarstað.
Hluthafar sem hyggjast nýta sér rafræna þátttöku skulu tilkynna skrifstofu
félagsins þar um með 5 daga fyrirvara og leggja þar fram skriflegar spurningar
varðandi dagskrá eða framlögð skjöl sem þeir óska svara við á fundinum.
 
Telji stjórn að tiltækur sé nægilega öruggur búnaður til að gera slíka þátttöku
mögulega og ákveði stjórn að nýta þessa heimild skal þess sérstaklega getið í
fundarboði. 

Stjórn er einnig heimilt að ákveða að hluthafafundur verði aðeins haldinn
rafrænt. 

Að öðru leyti gilda um slíkar atkvæðagreiðslur ákvæði 80. gr.a laga nr. 2/1995
um hlutafélög, með síðari breytingum.” 

Greinargerð stjórnar:

Lagt er til að samþykktum félagsins verði breytt til samræmis við nýtt
heimilisfang þess. Þá er lagt til að bundið verði í samþykktir félagins að
staðfesta skuli starfskjarastefnu þess á aðalfundi. Einnig er lagt til að
samþykktir félagsins heimili rafræna þátttöku á hluthafafundi í samræmi við
núgildandi ákvæði laga um hlutafélög nr. 2/1995. Þá leggur stjórnin til að
framlengd verði heimild hennar til hækkunar hlutafjár en af heimild þeirri sem
samþykkt var á síðasta aðalfundi eru kr. 150.000.000 ónýttar. 
_____________________________________________________________________________

Dagskrárliður 8. 

Stjórn Teymis hf. leggur til við aðalfund félagsins að starfskjarastefna þess
verði samþykkt óbreytt frá síðasta starfsári. 

Greinargerð stjórnar:

Félagið samþykkti ítarlega starfskjarastefnu á síðasta aðalfundi. Stefnan hefur
þótt gefa góða raun og leggur stjórnin því til að hún verði samþykkt í
óbreyttri mynd fyrir næsta starfsár. 
_____________________________________________________________________________

Dagskrárliður 9. 

Stjórn Teymis hf. leggur til við aðalfund félagsins um heimild til stjórnar
félagsins til að kaupa eigin hlutabréf, sbr. 55.gr. hlutafélagalaga.
Hámarksfjöldi keyptra hluta skal vera allt að 10% af hlutafé félagsins.
Kaupverð skal vera að lágmarki nafnverð hlutabréfanna og að hámarki 10% yfir
markaðsverði bréfanna hverju sinni. Heimildin gildir til næsta aðalfundar
félagsins. 

Greinargerð stjórnar:

Tillagan er sett fram í samræmi við ákvæði 55. gr. laga um hlutafélög nr. 2/1995

Attachments

tillogur_dagskra_08_fin.pdf