Teymi kaupir 51% hlut í IP fjarskiptum (HIVE)


Stjórn Teymis hf. hefur samþykkt kaup á 51% hlut í IP fjarskiptum ehf. sem
veitir fjarskiptaþjónustu undir vörumerkinu HIVE. Í samningnum felst að
dótturfélag Teymis hf., Ódýra símafélagið ehf. (SKO), mun renna inn í IP
fjarskipti. Kaupverð hlutanna er trúnaðarmál en áhrif til lækkunar á handbæru
fé eru 250 m.kr. Kaupin eru gerð með fyrirvara um afstöðu
Samkeppniseftirlitsins. 

IP fjarskipti (HIVE) bjóða upp á háhraða netþjónustu og netsímalausnir til
heimila og fyrirtækja. Ódýra símafélagið (SKO) er lággjaldafjarskiptafyrirtæki
sem leggur megináherslu á ódýra farsímaþjónustu. 

Ætlun sameinaðs félags er að sækja áfram inn á lággjaldamarkaðinn og bjóða
neytendum heildarlausnir í fjarskiptum á hagstæðu verði. Áhersla verður lögð á
sjálfstæði félagsins og því er ætlað að veita öðrum fjarskiptafyrirtækjum harða
samkeppni. Hermann Jónasson verður forstjóri hins sameinaða félags. 
 

Hermann Jónasson forstjóri Hive

 “Sameiningin er eðlilegt framhald af starfi félaganna á undanförnum árum. Hive
hefur lengi haft áhuga á að bjóða viðskiptavinum sínum GSM þjónustu á góðum
kjörum en ekki haft tækifæri til þess fyrr en nú. Í sameiningunni felast mikil
tækifæri fyrir félagið og við ætlum okkur stóra hluti.” 

Árni Pétur Jónsson, forstjóri Teymis

“ Þessi kaup Teymis á ráðandi hlut í Hive er í samræmi við þá stefnu félagsins,
að fjárfesta í íslenskum fjarskipta- og upplýsingatæknifyrirtækjum.  Með
stofnun Sko fyrir tæpum tveimur árum var mörkuð sú stefna að eiga félag sem
starfaði á lággjaldahluta fjarskiptamarkaðarinns. Kaup Teymis á meirihluta í
sameinuðu félagi Hive og SKO staðfestir þann vilja okkar að styrkja okkur enn
frekar á þeim markaði.“ 

Nánari upplýsingar veita:

Árni Pétur Jónsson í síma 693 2200.
Hermann Jónasson í síma 821 2072.