2007


Útlán og fjármögnun NIB á árinu 2007 þau mestu frá upphafi

NIB á Íslandi: orkugeirinn ráðandi í starfsemi bankans

Útlána- og fjármögnunarstarfsemi Norræna fjárfestingabankans (NIB) hefur aldrei
verið meiri í sögu bankans. Umskiptin sem urðu á alþjóða fjármálamörkuðum undir
lok ársins höfðu þau áhrif að bankinn sló eigið met hvað útgreidd lán varðar og
nam aukningin 49% frá fyrra ári. Ný samþykkt lán jukust hinsvegar um 59%. Í
starfsemi bankans á Íslandi voru lán til nýfjárfestingar í orkumannvirkjum
ráðandi og var um að ræða meira en tvöföldun á fjárhæð útlána til þess
málaflokks. 

“Gert er ráð fyrir að lánastarfsemi NIB haldi áfram að vaxa á næstu árum.
Fjárfestingar sem lúta að varðveislu umhverfis Eystrasaltsins og svæðisins þar
í kring auk orkufjárfestinga eru forgangsverkefni  í útlánastarfsemi bankans,
en NIB hefur að undanförnu eflt útlánagetu sína á þessum sviðum" að segir
Johnny Åkerholm, bankastjóri NIB. 

Afkoma 2007

Heildarfjárhæð nýrra lánasamninga hækkaði og nam hún 2,2 milljörðum evra.
Heildarfjárhæð útgreiddra lána á árinu 2007 hækkaði umtalsvert og nam hún 2,4
milljörðum evra, sem jafnframt er met. Lánasafn bankans og ábyrgðir námu í
árslok samtals 12,3 milljörðum evra og var það aukning um 7%. 

Nýjar lántökur námu 4,3 milljörðum evra sem eru jafnframt þær mestu í sögu
bankans. Á árinu gaf NIB út stærsta skuldabréf sitt til þessa,  að fjárhæð 1,5
milljarður bandaríkjadala. Þar var um að ræða sjöttu árlegu skuldabréfaútgáfu
bankans í bandaríkjadölum af þeim útgáfum sem nema hærri fjárhæð en 1
milljarður. 

Hagnaður af kjarnastarfsemi NIB hélt áfram að aukast og nam hann 161 milljón
evra á árinu. Þrátt fyrir það minnkaði rekstrarhagnaður bankans, eða í 69
milljónir evra.  Minni hagnaður stafar af auknum vaxtamun og hækkun langtíma
vaxta sem jafnframt hafði þau áhrif að markaðsvirði verðbréfasafns bankans
lækkaði. Lána- og verðbréfasafn bankans hélt áfram að vera í hæsta gæðaflokki.
Engin útlánatöp urðu á árinu. Stjórn bankans lagði til að 25 milljóna evra
arður yrði greiddur aðildarríkjum bankans. 

Lánveitingar 

Í lok árs 2007 átti NIB útistandandi lán í 38 löndum á flestum vaxtarsvæðum
heimsins. Á árinu voru samþykktir 57 nýir lánasamningar í verkefnum í 15
löndum. Ný samþykkt umhverfislán á árinu 2007 námu 368 milljónum evra og jukust
um 68% frá fyrra ári. Af þeim fjölda nýrra lána sem bankinn samþykkti til
skilgreindra verkefna voru 40% álitin hafa jákvæð umhverfisáhrif. 

Aðildarlönd NIB voru sem fyrr stærstu útlánamarkaðir bankans, hvort heldur
litið er til heildarfjárhæðar nýrra samþykktra lána eða útgreiddra lána. Þannig
nam heildarfjárhæð nýrra lána 1,81 milljarði evra og útgreiddra lána 1,76
milljarða, sem er tvöfaldur vöxtur. Hvað aðildarlönd NIB varðar, hafa augu NIB
einkum beinst að langtímalánveitingum til verkefna á sviði orkumála,
umhverfismála og samgangna, ásamt því að efla félagslega innviði svæðanna við
Eystrasalt. 
 
Stærstu útlánamarkaðir NIB utan aðildaralandanna voru Kína og Rússland. Um það
bil helmingur af þeim útlánum sem veitt var til landa utan bankans rann til
fjármálastofnana, sem jafngildir 80% aukningu á þessum mörkuðum. 

NIB á Íslandi

Fjárhæð lánasamninga sem gerðir voru á Íslandi, jókst um 6% frá fyrra ári og
nam í heild 138 milljónum evra. Orkugeirinn var ráðandi í umsvifum bankans, með
ríflega helming þeirrar fjárhæðar sem lánað var til Íslands. NIB er meðal
stærstu fjármögnunaraðila til fjárfestingarverkefna sem tengjast orkufrekum
iðnaði á Íslandi. 

Bankinn veitti lán til Landsnets hf. í því skyni að fjármagna fjárfestingu
fyrirtækisins í nýjum flutningslínum til að standa undir raforkuþörf til
álvera. Akureyrarbær þáði lán til fjármögnunar á þremur jarðhitaverkefnum, bæði
til framleiðslu og dreifingar á heitu vatni og rafmagni í Eyjafirði. RARIK ohf.
var veitt lán til að fjármagna framkvæmdir við Lagarfossvirkjun og endurbætur á
raforkudreifineti fyrirtækisins á starfssvæði þess. 

Meðal annarra mikilvægra sviða NIB á Íslandi eru lánveitingar í sérstakra
lánaramma sem ganga til nýrra fjárfestingarverkefna lítilla fyrirtækja og
sveitarfélaga. Byggðastofnun var í þessu skyni veitt lán til ýmissa verkefna á
landsbyggðinni svo sem í sjávarútvegi, þjónustu og framleiðsluiðnaði. Í
svipuðum tilgangi var Lánasjóði sveitarfélaga ohf. veitt lán til verkefna á
vegum smærri sveitarfélaga á landsbyggðinni, og vörðuðu þau m.a.
jarðvarmaveitur, sorphirðu, fráveitur, vatnsveitur og hafnarframkvæmdir. Þá var
í samvinnu við Sparisjóð Reykjavíkur og nágrennis veitt ýmis lán til
meðalstórra fyrirtækja, fjármögnunar samgöngumannvirkja og verkefna til úrbóta
í umhverfismálum en auk þess naut atvinnurekstur kvenna á Íslandi sérstaks
stuðnings frá bönkunum. 
 
Í lok ársins nam heildarfjárhæð útistandandi lána NIB á Íslandi 756 milljónum
evra sem skiptist einkum á milli orkuverkefna, verkefna á sviði fjármála,
samgangna, fjarskipta og iðnframleiðslu. 

Ársreikningur NIB fyrir árið 2007 er aðgengilegur á síðunni
http://annual.nib.int 

Lykiltölur: Sjá viðhengi.


*Hagnaður af kjarnastarfsemi = Hagnaður að frátöldu útlánatapi, að teknu
tilliti til áhrifa virðingar á ágóða og tapi og breytinga á markaðsvirði
verðbréfasafns. 

NIB er fjölþjóðleg lánastofnun í eigu átta aðildarlanda, Danmerkur, Eistlands,
Finnlands, Íslands, Lettlands, Litáens, Noregs og Svíþjóðar. Bankinn fjármagnar
verkefni sem fela í sér gagnkvæma  hagsmuni fyrir lántakendur og aðildarríkin.
NIB hefur hæstu mögulegu lánshæfiseinkunn,  AA/Aaa, frá fremstu fyrirtækjum sem
meta lánshæfi á alþjóðlegum vettvangi, Standard & Poor´s og Moody´s. 

Meiri upplýsingar veita Johnny Åkerholm, bankastjóri, í síma +358 10 618 001
eða 
Jukka Ahonen, upplýsingafulltrúi, í síma +358 10 618 0295, jukka.ahonen@nib.int

Attachments

nib_financialstatement2007-iceland1.pdf nib-financial_report_20071.pdf