2007


Stjórn Landsvaka hf., sem rekur verðbréfa-, fjárfestingar- og fagfjárfestasjóði
Landsbankans, hefur staðfest ársreikning félagsins fyrir árið 2007.  Á árinu
2007 útvíkkaði Landsvaki vöru- og þjónustuframboð sitt með stofnun níu sjóða,
fimm fjárfestingarsjóða og fjögurra fagfjárfestasjóða.   Landsvaki hf. er
dótturfélag Landsbanka Íslands hf. og er A-hluti ársreiknings Landsvaka hf.
hluti af samstæðureikningi bankans. 

Lykiltölur í þúsundum króna: Sjá viðhengi.

•  Ársreikningi félagsins er skipt í tvo hluta, A-hluta sem inniheldur
   ársreikning   rekstrarfélagsins og B-hluta sem inniheldur ársreikning
   verðbréfa-, fjárfestinga- og fagfjárfestasjóða. Þessi framsetning á
   reikningnum er í samræmi við reglur um reikningsskil rekstrarfélaga
   verðbréfasjóða sem settar voru af Fjármálaeftirlitinu. 

•  Ársreikningurinn hefur verið endurskoðaður af PricewaterhouseCoopers sem
   telur að reikningurinn gefi glögga mynd af afkomu félagsins og sjóðanna á
   árinu 2007, efnahag þess 31. desember 2007 og breytingu á handbæru fé og
   hreinni eign sjóðanna á árinu 2007, í samræmi við lög og settar
   reikningsskilareglur. 


Horfur í rekstri Landsvaka hf. eru almennt góðar og félagið er vel í stakk búið
til að mæta vexti í starfseminni.  Lykilárangursþættir í rekstri Landsvaka er
árangur í ávöxtun fjármuna og vöxtur stofna í umsýslu.  Vel hefur tekist til
með ávöxtun sjóða og stofnar félagsins vaxið verulega en Landsbankinn er
aðalsöluaðili sjóða Landsvaka. 


Verðbréfasjóðir, fjárfestingarsjóðir og fagfjárfestasjóðir Landsvaka hf. árið
2007. 

•  Í árslok 2007 voru átta verðbréfasjóðir, þrettán fjárfestingarsjóðir og átta
   fagfjárfestasjóðir í rekstri hjá Landsvaka hf. 

•  Ávöxtun sjóða félagsins var almennt góð á árinu 2007. Ávöxtun verðbréfa- og
   fjárfestingarsjóða  er birt í skýringu 3 með viðkomandi reikningum Landsvaka
   hf.

Lykiltölur úr ársreikningi verðbréfasjóða, í þús. kr.: Sjá viðhengi.


Nánari upplýsingar um ársreikning Landsvaka hf. veita Stefán H. Stefánsson,
stjórnarformaður í síma 410 7151 og Sigurður Ó. Hákonarson framkvæmdastjóri í
síma 410 7171. 

Attachments

landsvaki hf - arsreikningur 2007.pdf lv_frettatilkynning 2007.pdf