- Dagskrá og tillögur aðalfundar 23. apríl 2008


AÐALFUNDUR LANDSBANKA ÍSLANDS HF. VERÐUR HALDINN Á 
GRAND HÓTEL, SIGTÚNI 38, 105 REYKJAVÍK
MIÐVIKUDAGINN 23.  APRÍL 2008 KL. 16.

Dagskrá:

1. Skýrsla bankaráðs um starfsemi bankans sl. starfsár

2. Ársreikningur fyrir liðið starfsár ásamt skýrslu endurskoðenda lagður fram
   til staðfestingar 

3. Ákvörðun um meðferð hagnaðar á síðastliðnu reikningsári

4. Ákvörðun um lækkun hlutafjár með niðurfellingu eigin bréfa

5. Ákvörðun um hækkun hlutafjár með  útgáfu jöfnunarhlutabréfa

6. Kosning bankaráðs

7. Kosning endurskoðenda

8. Tillaga um að heimila bankanum að kaupa eða taka að veði allt að 10% af
   eigin bréfum 

9. Tillögur um breytingar á samþykktum 

10.Tillaga um Starfskjarastefnu Landsbanka Íslands hf. lögð fram til
   endurstaðfestingar 

11.Tillaga bankaráðs um framlag í Menningarsjóð Landsbanka Íslands hf. fyrir
   árið 2008 og um breytta skipulagsskrá Menningarsjóðs Landsbanka Íslands hf.
   lögð fram til samþykktar 

12. Ákvörðun um þóknun til bankaráðsmanna fyrir næsta kjörtímabil

13. Önnur mál, löglega fram borin

Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu hafa borist í hendur
stjórnar með skriflegum hætti eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund. Tilkynna
skal skriflega um framboð til bankaráðs eigi síðar föstudaginn 18. apríl kl.
16. Dagskrá, endanlegar tillögur, skýrsla bankaráðs, ársreikningur félagsins,
ásamt skýrslu endurskoðenda liggja frammi í Aðalbanka Landsbankans,
Austurstræti 11, Reykjavík, hluthöfum til sýnis viku fyrir aðalfund. Á sama
stað munu upplýsingar um framboð til bankaráðs liggja frammi tveimur dögum
fyrir aðalfund.  Einnig er hægt að nálgast þessi gögn á www.landsbanki.is 

Gerð er tillaga um að aðalfundur samþykki lækkun hlutafjár Landsbankans um kr.
300.000.000.- að nafnvirði með niðurfellingu á eigin hlutum Landsbankans.
Jafnframt er gerð tillaga um að aðalfundur samþykki hækkun hlutafjár með útgáfu
jöfnunarhluta um kr. 300.000.000.- að nafnvirði. Gerðar eru eftirfarandi
tillögur um breytingar á samþykktum félagsins; að aðalfundur samþykki heimild
til hækkunar hlutafjár Landsbankans um allt að kr. 1.200.000.000, með útgáfu
nýrra hluta. Hluthafar falla frá forgangsrétti sínum vegna nýju hlutanna, skv.
34. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög. Gerð er tillaga um orðalagsbreytingu í
2. máls. 4. mgr. 7. gr. samþykktanna, að arður skuli greiddur þeim sem skráðir
verða í hlutaskrá eftir að uppgjör viðskipta við lok aðalfundardags hefur farið
fram. Þá er gerð tillaga um að aðalfundur samþykki heimild til útgáfu
breytanlegra skuldabréfa um allt að kr. 60.000.000.000.- og jafnframt hækkun
hlutafjár um allt að kr. 1.500.000.000.- að nafnverði í tengslum við slíka
útgáfu. Hluthafar falla frá forgangsrétti sínum til nýrra hluta vegna
breytanlegra skuldabréfa, skv. 34. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög. Loks er
gerð tillaga um að ný málsgrein bætist við 11. gr. samþykktanna um heimild til
rafrænna samskipta við hluthafa. 

Atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent við inngang í upphafi fundar.
Hluthöfum er gefinn kostur á að greiða atkvæði um tillögur á dagskrá aðalfundar
með rafrænum hætti, sjá nánar á heimasíðu Landsbankans, www.landsbanki.is
/adalfundur2008. 

Hluthöfum er bent á að kynna sér tillögurnar fyrir fundinn.

Nánari upplýsingar gefur Gunnar Viðar, forstöðumaður Lögfræðiráðgjafar í síma
410-7740