Bakkavör Group hefur gert skiptasamning um 10,9% hlutafjár í írska matvælafyrirtækinu Greencore Group PLC


Stjórn Bakkavör Group staðfestir að félagið hefur gert skiptasamning (e.
Contract of Difference) um 22.028.795 hluti í Greencore Group PLC sem samsvarar
10,9% af útgefnu hlutafé félagsins. Stjórn Bakkavör Group hefur upplýst stjórn
Greencore Group um samninginn. 

Ágúst Gudmundsson, forstjóri:

„Þessi samningur endurspeglar þá trú sem við höfum á markaðnum fyrir fersk
tilbúin matvæli. Greencore Group er vel rekið félag með sterka samkeppnisstöðu
í lykilvöruflokkum sínum og við teljum félagið vera vel í stakk búið til að
styrkja markaðsstöðu sína enn frekar í framtíðinni.” 

Bakkavör Group er bundið af reglum NASDAQ OMX Nordic Exchange og Irish Stock
Exchange, þar sem Greencore Group PLC er skráð. 


Nánari upplýsingar:

Ásdís Pétursdóttir, fjárfestatengsl
Bakkavör Group hf.
Sími: 550-9715 eða 858 9715


Um Bakkavör Group 
www.bakkavor.com

Bakkavör Group er leiðandi alþjóðlegt matvælafyrirtæki sem sérhæfir sig í
framleiðslu ferskra tilbúinna matvæla. Bakkavör Group rekur nú 63 verksmiðjur
og er með yfir 20 þúsund starfsmenn í 10 löndum. Höfuðstöðvar félagsins eru í
Reykjavík og er félagið skráð á OMX Nordic Exchange á Íslandi. (Auðkenni BAKK). 

Bakkavör Group var stofnað árið 1986 og hefur starfsemi félagsins vaxið
verulega á síðastliðnum 20 árum. Í dag er félagið leiðandi í framleiðslu á
ferskum tilbúnum matvælum á alþjóðavísu. Félagið hefur leiðandi markaðstöðu í
Bretlandi í lykilvöruflokkum sínum og framleiðir yfir 6.000 vörutegundir í 18
vöruflokkum. Vörur félagsins eru seldar undir vörumerkjum stórmarkaðanna.
Meginhluti starfseminnar fer fram í Bretlandi en auk þess er félagið með
starfsemi í Frakklandi, Belgíu, Spáni, Tékklandi, Suður-Afríku, Kína,
Bandaríkjunum, á Ítalíu og á Íslandi. 
 
Um Greencore Group PLC 
www.greencoregroup.com

Greencore Group er eitt af leiðandi fyrirtækjum Evrópu í framleiðslu á tilbúnum
matvælum og hráefni fyrir evrópskan smásölumarkað og matvælaiðnað í Bretlandi
og á meginlandi Evrópu. Félagið er með starfsemi í Írlandi, Bretlandi, Hollandi
og Belgíu og eru starfsmenn um 9.000. 

Greencore Group er írskt fyrirtæki og er skráð í kauphallirnar í Írlandi og
London (Irish Stock Exchange, auðkenni GCG, og London Stock Exchange, auðkenni
GNC). Velta félagsins fyrir reikningsárið sem endaði 28. september var 1,3
milljarðar evra og hagnaður fyrir skatta var 75,1 milljón evra. 



Skráning á póstlista Bakkavör Group: investor.relations@bakkavor.com

Attachments

2008-04-28 skiptasamningur um hluti i greencore group frettatilkynning.pdf