FL Group hf. Hluthafafundur 9. maí 2008


Stjórn FL Group hf. boðar hér með til hluthafafundar í félaginu sem haldinn
verður á Hilton Reykjavík Nordica föstudaginn 9. maí 2008, kl. 8.30. 

Dagskrá.

1. Tillaga um að stjórn félagsins verði falið að óska eftir afskráningu
hlutabréfa félagsins úr kauphöll OMX Nordic Exchange á Íslandi. 

2. Tillaga um að stjórn félagsins verði falið að kaupa hluti þeirra hluthafa í
félaginu er þess óska fyrir kl. 16 þann 21. maí 2008. Greitt verði fyrir
hlutina með hlutum í Glitni banka hf. Gengi hlutabréfa í FL Group hf. við
kaupin skal vera kr. 6,68 fyrir hvern hlut. Gengi hlutabréfa í Glitni banka hf.
skal vera kr. 17,05 fyrir hvern hlut. Þannig fær hver hluthafi er tekur
kauptilboðinu 0,39 hluti í Glitni banka hf. fyrir hvern hlut í FL Group hf. 

3. Tillaga um að stjórn félagsins verði heimilað í tengslum við framangreind
kaup á hlutabréfum í FL Group hf., sbr. lið 2 hér að ofan,  að kaupa allt að
20% eigin hluta fyrir kr. 6,68 hvern hlut.  Heimildin skal gilda til og með 20.
júní 2008.  Verði eigin hlutir í eign félagsins umfram 10% eftir viðskiptin
skal stjórn félagsins lækka hlutafé félagsins, í samræmi við ákvæði laga um
hlutafélög þannig að eigin hlutir eftir slíka hlutafjárlækkun verði ekki umfram
10% af hlutafénu. 

4. Tillaga um að stjórn félagsins verði heimilað, í því skyni að mæta
framangreindum kaupum á hlutum í FL Group hf. , sbr. lið 3 hér að ofan, að
kaupa allt að 862.017.533 hluti í Glitni banka hf. fyrir kr. 17,05 hvern hlut
og greiða fyrir með lántöku. 

Hluthöfum gefst kostur á að greiða atkvæði um tillögurnar bréflega.
Atkvæðaseðlar eru fyrirliggjandi á skrifstofu félagsins frá og með mánudeginum
4. maí n.k. og þar er ennfremur hægt að greiða atkvæði. Þeir hluthafar sem þess
óska skriflega fyrir þriðjudaginn 5. maí n.k. geta fengið atkvæðaseðla senda
sér. Bréfleg atkvæði skulu berast á skrifstofu félagsins eigi síðar en kl.
16.00 fimmtudaginn 8. maí eða afhendast á hluthafafundinum sjálfum. Atkvæði
verða talin á hluthafafundinum þann 9. maí og verða einungis atkvæði þeirra
hluthafa sem þá eru skráðir í hlutaskrá tekin með í atkvæðagreiðslunni. 
Fundargögn, þ.m.t. tillaga stjórnar ásamt greinargerð, eru til sýnis á
skrifstofu FL Group hf. frá og með föstudeginum 2. maí og verða send þeim
hluthöfum sem þess óska. Gögnin eru ennfremur aðgengileg á heimasíðu félagsins,
www.flgroup.is. 

Reykjavík 1. maí 2008
Stjórn FL GROUP hf.

Attachments

fl group hluthafafundur.pdf