Aðalfundur VBS fjárfestingarbanka hf. var haldinn í dag, miðvikudaginn, 20. maí í húsakynnum bankans við Borgartún 26. Á fundinum var farið yfir skýrslu stjórnar um starfsemi síðasta rekstrarárs og ársreikningur félagsins fyrir árið 2008 lagður fram til staðfestingar og samþykktur. Þá var tillaga stjórnar um ráðstöfun á hagnaði félagsins samþykkt auk nokkurra breytinga á samþykktum félagsins. Að síðustu var ný stjórn félagsins kjörin en sjálfkjörið var í stjórnina. Eftirfarandi voru kjörnir: Aðalstjórn: Sigrún Helgadóttir, Páll Þór Jónsson, Páll Þór Magnússon, Willum Þór Þórsson, Þröstur Leósson. Varastjórn: Angantýr V. Jónasson, Birgir Ómar Haraldsson, Frank Pitt, Símon Sigurður Sigurpálsson, Sigurður Haukur Gíslason. Á fyrsta fundi stjórnar sem haldin var strax að loknum hluthafafundi var Páll Þór Magnússon kjörin stjórnarformaður og Sigrún Helgadóttir varaformaður. Þegar litið er fram á veginn eru margir óvissuþættir í ytra umhverfi fjármálafyrirtækja sem geta haft áhrif á afkomu VBS fjárfestingarbanka sem og annarra fyrirtækja á Íslandi. Á heildina litið hefur þó ýmislegt áunnist og þokast í rétta átt. Það sem af er ári 2009 hefur rekstur, stefna og markmið bankans verið áfram í endurskoðun þar sem lögð hefur verið mikil áhersla á virka stjórnun og aðlögun áætlana að gerbreyttum aðstæðum. Áætlanir eru miðaðar að áframhaldandi sókn með þá trú að í erfiðleikunum felist mikilsverð viðskiptatækifæri fyrir bankann. Framundan eru krefjandi verkefni fyrir starfsfólk VBS fjárfestingarbanka svo sem umsókn um viðskiptabankaleyfi sem opnar nýja möguleika til útvíkkunar á starfsemi bankans. Auk nýrra tækifæra mun bankinn áfram einbeita sér að eflingu kjarnastarfseminnar með það að markmiði að leggja sitt af mörkum til að taka þátt í uppbyggingu íslensks athafnalífs. Frekari upplýsingar veitir: Jón Þórisson, forstjóri VBS fjárfestingarbanki, sími: 842-2202
- Aðalfundur
| Source: VBS Fjárfestingarbanki hf.