Niðurstöður aðalfundar Eyris Invest ehf.


Aðalfundur félagsins var haldinn í húsnæði félagsins að Skólavörðustíg 13, 101 Reykjavík, föstudaginn 15. apríl 2011 kl. 12:00.

Fundurinn kaus eftirfarandi einstaklinga í stórn félagsins til næsta aðalfundar:

Hermann Már Þórisson, kt. 090872-5409, aðalmaður

Jón Helgi Guðmundsson, kt. 200547-3149, aðalmaður

Ólafur Guðmundsson, kt. 221069-3239, aðalmaður

Sigurjón Jónsson, kt. 271249-4629, aðalmaður

Þórður Magnússon, kt. 150549-4939, aðalmaður

Steinunn Jónsdóttir, kt. 270568-3439, varamaður

Stjórn félagsins hefur skipt með sér verkum og er Þórður Magnússon áfram stjórnarformaður félagsins.

Fundurinn samþykkti þær breytingar á samþykktum félagsins að 3. mgr. 5. gr. falli niður og í stað hennar komi ný samhljóða málsgrein að því frátöldu að heimild stjórnar til útgáfu nýrra hluta verði 101.000.000 hlutir í stað 201.536.244 hluta áður. Eftir breytingu hljóðar 3. mgr. 5. gr. svo:

Stjórn félagsins er heimilt að hækka hlutafé þess um allt að 101.000.000 hluti með útgáfu nýrra hluta. Stjórn félagsins er heimilt að ákveða ráðstöfun áskriftarréttar að hinum nýju hlutum sem og að ákveða gengi og önnur áskriftarkjör. Hluthafar falla frá forgangsrétti til áskriftar að hinum nýju hlutum í samræmi við 24. gr. laga nr. 138/1994, um einkahlutafélög Stjórn félagsins getur heimilað einstökum hluthöfum í ákveðnum tilfellum að skrifa sig fyrir áskrift nýrra hluta, að hluta eða heild. Hinir nýju hlutir skulu vera í sama flokki og bera sömu réttindi og aðrir hlutir í félaginu. Heimildin gildir í átján mánuði, að því leyti sem hún hefur ekki verið nýtt fyrir það tímamark.

Eyrir Invest ehf.  er alþjóðlegt fjárfestingafélag sem leggur áherslu á iðnfyrirtæki sem eiga möguleika á skara framúr á alþjóða vettvangi. Eyrir Invest fjármagnar fjárfestingastarfsemi sína með hlutafé og langtímalánum. Heildareignir eru EUR 426 milljónir í árslok 2010 og eigin­fjár­hlutfallið 44%. Eyrir Invest var stofnað um mitt ár 2000. www.eyrir.is