Óundirrituð drög að samkomulagi við Söfnunarsjóð lífeyrisréttinda og Sameinaða lífeyrissjóðinn um uppgjör skulda sveitarfélagsins


Bæjarstjórn Álftaness, kt. 440169-6869, Bjarnastöðum, 225, Álftanesi, birtir á fundi sínum, þann 20.12.2011, kl. 16:30, óundirrituð drög að samkomulagi við Söfnunarsjóð lífeyrisréttinda, kt. 450181-0489, Borgartúni 29, Reykjavík, og Sameinaða lífeyrissjóðinn, kt. 620492-2809, Borgartúni 30, Reykjavík, um uppgjör skulda sveitarfélagsins við lífeyrissjóðina.

Samkomulagið varðar útgáfu skráðra skuldabréfa sveitarfélagsins en um er að ræða skuldir samkvæmt samtals tveim skuldabréfum í skráðri útgáfu skuldabréfa sveitarfélagsins sem Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda er eigandi af og tólf skuldabréfum í skráðri útgáfu skuldabréfa sveitarfélagsins sem Sameinaði lífeyrissjóðurinn er eigandi að.

Í samræmi við aðra kröfuhafa sveitarfélagsins munu nefndir lífeyrissjóðir, samkvæmt drögum samkomulagsins, fella niður 32% af ofangreindum skuldum sveitarfélagsins við lífeyrissjóðina.

Það er forsenda og ákvörðunarástæða lífeyrissjóðanna fyrir aðkomu sinni, að í fyrsta lagi að aðrir kröfuhafar sveitarfélagsins gangi til samninga við sveitarfélagið um niðurfærslu og skuldauppgjör krafna / skuldbindinga á hendur sveitarfélaginu með sambærilegum hætti og í öðru lagi að núverandi sameiningaviðræður leiði til sameiningar.

 

Pálmi Þór Másson
bæjarstjóri