Akureyrarbær fyrirhugar sölu skráðra skuldabréfa


Á fundi bæjarráðs Akureyrarkaupstaðar 7. júní 2012 var samþykkt fela fjármálastjóra að undirbúa sölu á skuldabréfum á markaði, annars vegar vegna fjármögnun á hluta af framkvæmdum ársins skv. fjárhagsáætlun og hins vegar endurfjármögnun á eldra láni með gjalddaga á næsta ári sbr. meðfylgjandi 5. og 6. tl. úr fundargerð bæjarráðs í dag.
 

5.  Lánsfjármögnun - skuldabréfaútboð
 2012060019

Lagt fram minnisblað dags. 5. júní 2012 frá fjármálastjóra um lántöku vegna byggingu hjúkrunarheimilisins við Vestursíðu.
Bæjarráð heimilar útgáfu skuldabréfa fyrir allt að 900.000.000 króna með stækkun í skráðum flokki, AKU 10 1, hjá Nasdaq OMX á Íslandi, og felur fjármálastjóra að annast útgáfuna. Lánið er tekið til að mæta byggingarkostnaði vegna hjúkrunarheimilisins við Vestursíðu.

   
6.  Endurfjármögnun
 2012060020

Lagt fram minnisblað dags. 5. júní 2012 frá fjármálastjóra vegna endurfjármögnunar skuldabréfa með gjalddaga á næsta ári.

Á næsta ári, 20. mars, fellur í gjalddaga skuldabréfaflokkur Akureyrarbæjar AKU 03 1. Um er að ræða kúlulán upphaflega að fjárhæð 1.650.000.000 frá árinu 2003, en er nú tæplega 3 milljarðar króna með áföllnum verðbótum og vöxtum.

Bæjarráð heimilar fjármálastjóra að bjóða eigendum skuldbréfanna á flokki AKU 03 1 skipti á skuldabréfum með stækkun í skráðum flokki, AKU 10 1, hjá Nasdaq OMX á Íslandi og felur fjármálastjóra að annast útgáfuna.

 

Nánari upplýsingar gefur:
Dan Brynjarsson
fjármálastjóri
Sími. 460-1000