Fréttatilkynning vegna dómsmáls


Miðvikudaginn 22. ágúst sl., var dómtekið mál sem viðskiptavinur Byggðastofnunar höfðaði gegn stofnuninni til þess að fá úr því skorið hvort skuldabréf stofnunarinnar í erlendri mynt væru lögmætir samningar um lán í erlendri mynt eða hvort þau fælu í sér ólögmæt gengislán.  Dómsúrskurðar Héraðsdóms er að vænta innan fjögurra vikna.  Það er álit Byggðastofnunar og lögmanna hennar að skuldabréf stofnunarinnar séu um lán í erlendri mynt en ekki ólögmæt gengislán.

Heildarútlán Byggðastofnunar í erlendum myntum nema rúmum 8 milljörðum og er ljóst að komist dómstólar að þeirri niðurstöðu að lán stofnunarinnar í erlendri mynt feli í sér ólögmæt gengislán og að þau beri að endurreikna, mun það hafa veruleg áhrif á fjárhagsstöðu stofnunarinnar.

Telja má næsta víst að hver sem niðurstaða Héraðsdóms verður, verði henni áfrýjað til Hæstaréttar Íslands.

         Nánari upplýsingar veitir Hjalti Árnason, forstöðumaður lögfræðisviðs Byggðastofnunar, í síma 455 5400, netfang hjalti@byggdastofnun.is