Fjárfestatilkynning, horfur í rekstri


Þann 7. september sl. tilkynnti Reykjaneshöfn um fyrirhuguð 700 milljóna króna endurkaup skráðra skuldabréfa og greiðslur inn á lánssamninga. Í tengslum við þessa fyrirhuguðu ráðstöfun fjármuna og í samhengi við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2013 hefur stofnunin látið vinna greiðsluáætlun fram til ársins 2015, þar sem fjárhagsleg áhrif álvers og kísilvers eru aðgreind frá öðrum rekstri og fjárfestingum sem hér segir:

Fjárhæðir í mkr.                            2012     2013      2014      2015
Fjárflæði fyrir þjónustu skulda
Regluleg starfssemi                           12         11          18          25
Lóðasala                                              3         67         200        400
Álver                                                    0        125         -80       -170
Kísilver                                             100        -25           60         90
Veltufjárbinding                                  20         30           54         11
Víkjandi lán frá Rne                          900        50           50          50
                                     Samtals    1.034      258         302        406

Þjónusta skulda

RNH 27 + lánasamningar                -115     -159        -204      -204
RNH 16 + lánasamningar                -700       -37        -100      -100
Lánasjóður sveitarfélaga                 -119       -66          -62        -57
Hækkun (lækkun) á handbæru fé  100        -5          -63          45
Handbært fé í lok árs                      102       97           34           78

 

Vakin er athygli á því að ofangreind áætlun gerir ráð fyrir því að allri fjárhæðinni verði varið til endurkaupa á skuldabréfum í flokknum RNH 16 1015 og greiðslu inn á lánssamninga með sambærilega skilmála. Tilboð Reykjaneshafnar um endurkaup og innágreiðslu er hinsvegar ekki takmarkað við þessa fjármálagerninga og gildir jafnt um flokkinn RNH 27 0415 og sambærilega lánssamninga. Eigendum skuldabréfa í þessum flokkum og sambærilegra lánssamninga er boðið að selja eða fá greitt inn á lánssamningana í hlutfalli við bókfærða stöðu með áföllnum vöxtum og verðbótum allt að 16,5%. Kaup á skuldabréfum miða við 6% kröfu. Ef einhverjir eigendur nýta ekki rétt sinn samkvæmt þessu tilboði að fullu stendur öðrum til boða að selja fyrir þá fjárhæð sem út af stendur og skiptist þá sú fjárhæð sem til ráðstöfunar verður á milli áhugasamra í hlutfalli við fjölda þeirra.

Uppgjör vegna endurkaupa mun fara fram þann 15. nóvember 2012. Reykjaneshöfn hefur tilnefnt Centra Fyrirtækjaráðgjöf hf. sem umboðsmann sinn til að hafa milligöngu um að handhafar skuldabréfa geti neytt fjárhagslegra réttinda sinna. Fulltrúi Centra er Sigurður Harðarson, sími 450 1507, tölvupóstfang sig.hardarson@centra.is. Skuldabréfaeigendum og lánveitendum sem hafa áhuga á að notfæra sér þetta tilboð er bent á að lýsa áhuga sínum við Centra og tilgreina hvaða fjárhæð þeir hafa áhuga á að selja fyrir eða fá greidda inn á lánssamninga.

Nánari upplýsingar veitir Pétur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Atvinnu- og hafnarsviðs Reykjanesbæjar í síma 420-3222.