Leiðrétting - Ársreikningur 31.12.2012 - Frétt birt 27.2.2013 kl.22:00:00


Leiðrétting:

Meðfylgjandi er leiðréttur ársreikningur fyrir HS Orku. Leiðréttingarnar sem um ræðir ná einungis til texta og sniðs á tölum.  Eru leiðréttingar á málfari og stafsetningu, en ekki efnislegar breytingar á innihaldi reikningsins og ekki koma fram nýjar upplýsingar, nema hvað í skýrslu stjórnar er upplýst að dagsetning aðalfundar verði 25. mars næstkomandi.

 

 

Stjórn HS Orku hf samþykkti á fundi sínum í dag ársreikning fyrirtækisins fyrir árið 2012. Ársreikningurinn er gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla, IFRS og er í íslenskum krónum. Ársreikninginn má finna á vefsíðu fyrirtækisins http://www.hsorka.is

Helstu atriði ársreikningsins eru þessi:

   · EBITDA er áfram öflug og er alls um 2.857 m.kr. 2012 en var 2.678 árið 2011.

· Eiginfjárhlutfall er mjög sterkt í árslok 2012 eða um 53%. Á árinu nýtti Jarðvarmi slhf. rétt sinn til að auka hlut sinn í HS Orku úr 25% upp í 33,4%, vegna þessa jókst eigið fé um 4.698 m.kr. og var hið nýja hlutafé greitt inn í lok febrúar 2012.

· Hagnaður fyrir skatt er 707 milljónir á móti tapi upp á 1.160 milljónir árið 2011. Tekjuskattur er 107 milljónir, sem gerir að hagnaður eftir skatt er 600 milljónir.  Orkuver félagsins voru endurmetin í lok ársins og nemur heildarverðmæti þeirra að endurmati loknu 31,5 milljarði, sem er endurmatshækkun upp á 6,1 milljarð.  Þetta gerir að heildarhagnaður að frádregnum skattaáhrifum endurmatsins er 5,5 milljarðar.

· Þrátt fyrir gott EBITDA lækka tekjur um 7% eða um 550 m.kr. og námu 6.881  m.kr. á árinu en voru 7.431 m.kr. árið 2011. Að sama skapi lækkar rekstrarkostnaður um 8% eða sem nemur 380 m.kr. milli árana Nokkrar ástæður eru fyrir þessari lækkun tekna, m.a. lækkun á álverði, en stærst vegur hins vegar að samningur um sölu á 35 Mwe til Norðuráls Grundartanga rann út 1. október 2011. Á móti því kemur að samningur við Landsvirkjun um kaup á 8 MWe á ári rann út nú um síðustu áramót. Mismunurinn (27 MWe) hefur síðan að mestu verið seldur á almennum markaði en þar er nýtingartíminn talsvert lægri. Flutningskostnaður lækkar síðan þar sem ekki er lengur greitt fyrir flutning þessara 35 MWe til Norðuráls en jafnvirði þess kostnaðar var áður hluti teknanna.

· Frekari upplýsingar veitir Júlíus Jónsson, forstjóri HS Orku hf, í síma 860 5208.


Attachments

HS Orka Financial Statement 2012 correction.pdf