Akureyrarbær - Sala skuldabréfa


Akureyrarbær, í samstarfi við verðbréfamiðlun Íslenskra verðbréfa, mun þann 22. september næstkomandi bjóða til sölu skuldabréfið AKU 10 1 sem er stækkanlegur skuldabréfaflokkur sveitarfélagsins. Sala hinna nýju skuldabréfa fer fram í samræmi við samþykkt bæjarráðs Akureyrar 17. september og verður salan með útboðsfyrirkomulagi.   Leitað verður tilboða í lántöku að fjárhæð allt að kr. 650.000.000 að nafnverði með stækkun á flokknum. „Hollensk” uppboðsaðferð þar sem allir tilboðsgjafar fá sömu ávöxtunarkröfu og hæst er tekið

Áhugasömum fjárfestum er bent á að hafa samband við verðbréfamiðlun Íslenskra verðbréfa. Tekið verður við tilboðum til klukkan 16:00 þriðjudaginn 22. september n.k. Akureyrarbær áskilur sér rétt til að hafna öllum tilboðum að hluta til eða í heild. Gert er ráð fyrir að skuldabréfin verði tekin til viðskipta hjá NASDAQ OMX Iceland þann  30. september n.k.

 

 

Frekari upplýsingar veitir Baldur Snorrason hjá Íslenskum verðbréfum, baldur@iv.is