Niðurstaða úr skuldabréfaútboði Akureyrarbæjar


Akureyrarbær, í samstarfi við Íslensk verðbréf hf., hélt þriðjudaginn 22. september útboð á skuldabréfum í stækkuðum skuldabréfaflokki sveitarfélagsins, AKU 10 1. 

Alls bárust tilboð að nafnverði kr.1.450.000.000 með ávöxtunarkröfu á bilinu 3,10% til 3,30%. Samþykkt tilboð námu að nafnverði kr. 620.000.000 á ávöxtunarkröfunni 3,18%. Útistandandi voru fyrir að nafnverði kr. 5.140.000.000 og verður heildarstærð flokksins því að nafnverði kr. 5.760.000.000 eftir stækkun. 

Gert er ráð fyrir að nýútgefin skuldabréf verði tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands mánudaginn 28. september nk.